fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Eyjan

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Eyjan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist ekki reka sig að skoðanaágreiningur milli hennar og annarra í Miðflokknum, þegar kemur að styrkjum í landbúnaði eða tollamála og viðskiptafrelsis með landbúnaðarafurðir, valdi henni meiri erfiðleikum en þegar hún var í Sjálfstæðisflokknum. Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum, Sjálfstæðisflokknum rétt eins og Miðflokknum, segir hún. Hún telur eðlilegt að ríkið komi til aðstoðar eftir þörfum á öllum sviðum mannlífsins en varar við sjálfstýringu í þeim efnum. Sigríður er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Sigridur Andersen - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Sigridur Andersen - 4

„Það geta verið sjónarmið að ríkið komi inn með aðstoð á öllum sviðum mannlífsins að einhverju leyti. En það má ekki fara að spinnast út í einhverja sjálfstýringu þannig að við endum á því að allir verði í rauninni orðnir ríkisstarfsmenn,“ segir Sigríður.

Hún heldur áfram og segist hafa varað menn í Sjálfstæðisflokknum við pilsfaldakapítalismanum. „Menn missa stundum sjónar á því að það er í raun bara pilsfaldakapítalismi en ekki bara rosalega góð verkefni í gangi sem verið er að styrkja. Þetta á bæði við landbúnaðinn, um nýsköpunina, um listir – allt er þetta nú eins konar nýsköpun, bæði landbúnaður og menning og listir, myndi ég nú segja – þetta er allt nýsköpunarstarf sem sjálfsagt er að koma til móts við að einhverju leyti, en fyrst og fremst á að búa til jarðveg fyrir allar þessar atvinnugreinar til þess að þær fái þrifist hér.“

Sigríður segir að ef menn vilji styrkja með beinum hætti einhverjar atvinnugreinar sé affarasælast að gera það með mjög gagnsæjum hætti.

Þú hefur í gegnum tíðina lýst skoðunum sem maður tengir ekki við stefnu Miðflokksins, t.d. í tollamálum og viðskiptafrelsi með t.d. landbúnaðarafurðir. Hefurðu skipt um skoðun, ertu ein á báti með þessar skoðanir?

„Nei, nei, og ef við tökum eitthvað svona konkret eins og einhverja tolla á landbúnaðarafurðir þá hef ég nú verið að reyna að benda á að vilji menn styrkja landbúnað er best að gera það með beinum hætti; styrkja bændur beint en ekki vera að blanda neytendum inn í það styrkjamóment. Menn geta alveg haldið stuðningi við landbúnaðinn, ef menn vilja gera það, án þess að vera einhvern veginn að skekkja einhverja óskilda stöðu á markaði, m.a. bara rekstur matvöruverslana, sem tollar auðvitað hafa áhrif á, og þar með lífsviðurværi verslunarfólks.

Það er þetta sem ég við að menn fari aðeins að horfa meira til; hvernig best er að koma til móts við þá sem menn telja að þurfi að styrkja, þurfi að tryggja að starfi hér í landi, hvort sem það er landbúnaður eða nýsköpunarfyrirtæki og eitthvað svoleiðis.“

Er þessum sjónarmiðum vel tekið í Miðflokknum? Þar er fólks sem hefur talað mjög á annan veg.

„Já, já, og vill loka bara fyrir allan innflutning á landbúnaði, en það fólk er líka í Sjálfstæðisflokknum, ég átti þessa umræðu líka í Sjálfstæðisflokknum, eins og menn sögðu alltaf: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Hide picture