Þetta segir Michael Bjerre, ritstjóri erlendra frétta hjá Jótlandspóstinum. Hann bendir á að Trump sé harður andstæðingur alþjóðavæðingarinnar og flutningi starfa frá Bandaríkjunum til landa á borð við Kína, Mexíkó og Kanada. Hann hafi einnig kallað ESB óvin Bandaríkjanna.
Hagfræðingar hafa varað við tollum Trump og segja að þeir muni koma illa niður á bandarískum neytendum en samt sem áður telur Trump að þeir séu rétta vopnið til að beita.
„Ríkin ætluðu að hittast við samningaborðið en það er ekki stíll Trump. Hann vill átök og grípur strax til refsitolla. Hann er sannfærður um að það muni styrkja bandarískt efnahagslíf. Þetta er America First af fullum krafti,“ sagði Bjerre.