fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Eyjan
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að flokkurinn hafi tapað gildum sínum og brýnt sé að finna gamla flokkinn aftur og reyna að fara eftir gömlum slagorðum – stétt með stétt. Þær Guðrún og Áslaug Arna hafa þó ekki reynt að útskýra fyrir flokksmönnum sem kjósa á landsfundi hvað gerðist, hvenær flokkurinn tapaði áttum. Það er gríðarlega langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð undir vígorðum sínum – stétt með stétt – og tók tillit til launþega, atvinnulífsins á breiðum grundvelli og fólksins í landinu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fallið æ meira í það far að gæta sérhagsmuna hinna fáu og ríku en ekki sýnt almannahagsmunum mikinn áhuga. Þess vegna hafa orðið til aðrir flokkar sem hafa náð góðri fótfestu og þess vegna er flokkurinn ekki lengur forystuflokkur á Íslandi. Þess vegna er flokkurinn nú valdalaus bæði í landstjórninni og í Reykjavíkurborg þar sem nær 40 prósent landsmanna búa.

Orðið á götunni er að sægreifar, sem lengi hafa verið áhrifamiklir í flokknum, ætli nú enn frekar að freista þess að herða tökin og ná öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er klárlega studd af áhrifamiklum sægreifum sem tengjast Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og Morgunblaðinu. Faðir hennar er formaður stjórnar útgáfufélags Morgunblaðsins og náinn samstarfsmaður sægreifanna í Vestmannaeyjum til margra ára. Síðan gengur þessi hópur grímulaust fram og vill gera þingmann Samherja að varaformanni flokksins, en það er Jens Garðar Helgason, sem hefur sterk tengsl við sjávarútveginn og starfaði í þeim geira þar til hann var kjörinn á þing þann 30. nóvember sl. Verði Áslaug og hann kjörin til þessara embætta á komandi landsfundi er óhætt að segja að sægreifar hafi endanlega eignast Sjálfstæðisflokkinn. Þá yrðu Þorsteinn Már Baldvinsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Kristján Loftsson enn áhrifameiri í flokknum en verið hefur um árabil.

Þeir sem þekkja best til innan flokksins telja að þetta gæti orðið til þess að þrengja flokkinn enn frekar og leiða til áframhaldandi fylgistaps sem hefur verið viðvarandi í landsmálunum frá kosningunum 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór úr 36 prósentum niður í þau 19 prósent sem komu út úr síðustu kosningum. Það leiddi til þess að bæði formaður og varaformaður játuðu sig sigruð og ákváðu að víkja úr embættum sínum. Fylgistapið í Reykjavíkurborg er enn tilfinnanlega. Flokkurinn náði 60 prósenta fylgi árið 1990 en er nú í 24 prósentum í borginni og hefur verið nær valdalaus í Reykjavík allt frá árinu 1994, í nær aldarþriðjung ef undan eru skildir kaflar á árunum 2006 til 2010 þegar fjórir borgarstjórar sátu á einukjörtímabili.

Orðið á götunni er að val landsfulltrúa standi ekki einungis á milli þeirra einstaklinga sem eru í kjöri heldur einnig þess hvaða valdablokkir muni ráða flokknum næstu árin. Vilja flokksmenn sægreifana eða aðra flokksmenn til forystu? Einnig verður valið á milli þess hvort stjórnmálamaður með reynslu úr atvinnulífinu, jafnt iðnaði og atvinnulífsforystu, verður kjörinn formaður eða stjórnmálamaður sem tók sæti á Alþingi strax að loknum prófum í háskóla og hefur því enga reynslu úti í atvinnulífinu. Sjálfstæðismenn hafa lengi saknað þess að geta ekki teflt fram fulltrúum atvinnulífsins í stöðu formanns flokksins. Nú hafa þeir tækifæri því að Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir margvíslegri og mikilli reynslu úr atvinnulífinu.

Talað hefur verið um að Sjálfstæðisflokkurinn sé staddur í brekku. Margir orða það þannig að hann sé eins og bíll sem rennur afturábak niður bratta brekku. Komandi landsfundur mun ráða miklu um framvindu flokksins næstu mánuði og ár. Heldur hann áfram niður brekkuna eða tekst að stöðva niðursveifluna.

Orðið á götunni er að vandi flokksins felist bæði í forystu og forystuleysi og einnig þeim nýja veruleika að Sjálfstæðisflokkurinn er nú valdalaus og þarf að læra að fóta sig í stjórnarandstöðu sem hvorki er auðvelt né skemmtilegt viðfangsefni fyrir rótgróinn valdaflokk. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn hins vegar langvarandi reynslu af nöldrandi stjórnarandstöðu og valdaleysi. Fátt bendir til þess að breytingar verði þar á næstu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan