fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Eignarhaldsfélag Ásgeirs Kolbeins úrskurðað gjaldþrota – Seldi lóð á 585 milljónir árið 2022

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 19:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið KMV6 ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 19. febrúar síðastliðinn. Félagið er í eigu fjárfestisins Ásgeirs Kolbeinssonar og var til umfjöllunar vegna viðskipta á verðmætri lóð við Kleppsmýrarveg 6 árið 2022.

Þá seldi félagið hina eftirsóttu 2.450 fermetra lóð á tæplega 585 milljónir króna. Kaupandi var félagið Úlfarsá ehf. en eigendur þess félags voru fjárfestarnir Vignir Steinþór Halldórsson og Ævar Rafn Björnsson. Á lóðinni var heimilt að reisa að 51 íbúð og heildarbyggingarmagn upp á allt að 7.830 fermetra. Þar hefur nú risið fjölbýlishús, byggt af Öxar byggingarfélag ehf. sem er í eigu Vignis.

Viðskiptablaðið fjallaði um viðskiptin á sínum tíma en í frétt miðilsins kom fram að skömmu fyrir söluna hafði Orkuveita Reykjavíkur og fjármögnunarfyrirtækið A-Faktoring farið fram á nauðungarsölu á lóðinni vegna 114 milljón króna kröfu sem var í vanskilum.

Þá hafði lóðin verið á miklu ferðalagi milli hlutafélaga. Lóðin var fyrst í eigu Vogabyggðar ehf. en árið 2018 komst hún í eigu félagsins Hlíðarsmári Holding ehf.  Það félag varð síðan gjaldþrota en lóðin fluttist í tæka tíð yfir í félagið Fiðluhús ehf. sem síðan afsalaði sér eigninni til KMV6 ehf. árið 2021.

Umrætt félag KMV6 var stofnað sama ár og hefur aldrei skilað inn ársreikningi.

Á dögunum var annað félag í eigu Ásgeir Kolbeinssonar úrskurðað gjaldþrota. Það félag hét Red Rock GP ehf. og var gjaldþrotaúrskurðurinn kveðinn upp þann 6. janúar síðastliðinn. DV hefur ekki upplýsingar um í hverju starfsemi þess félags fólst.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu