fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð

Svarthöfði
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfða svelgdist á kaffisopanum þegar hann las fréttir um að fyrrverandi formaður VR, sem áður var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, en sendur nú að sögn fyrir „virðingu og réttlæti“, hefði þegið eingreiðslu að skilnaði við félagið. Greiðslan sú er tugur milljóna – eða því sem næst.

Spenntur beið Svarthöfði eftir að formaðurinn fyrrverandi og alþingismaðurinn núverandi myndi grípa til varna. Og ekki þurfti að bíða lengi.

Í hnotskurn segir í svarinu að hann telji sig eiga þetta skilið. Féð, eftir skatta, renni óskipt í neyðarsjóð fjölskyldu hans. Alkunna sé að þeir sem hafi farið fram með kjaftbrúk um árabil geti átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði þegar þeir loks loka munninum.

Þetta skilur Svarthöfði og hefur jafnvel reynt á eigin skinni. Reyndar hafði hann ekki áttað sig á snilldinni að baki biðlaunaaðferðinni fyrr en nú. Að geta verið á tvöföldum launum sem annars vegar biðlaunþegi og hins vegar alþingismaður er ekki á færi hvers sem er. Þingmannslaunin eru ekki nema skitnar 1,6 milljónir á mánuði frá og með 1. desember í fyrra.

Kjaftbrúk formannsins fyrrverandi beindist í allar áttir á hans formannstíð. Hann varð til dæmis æfur þegar fyrrverandi ríkislögreglustjóra var sópað úr sínu embætti gegn hóflegu gjaldi og æpti í fjölmiðlum: „ … óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum.“

Tína má til fleiri dæmi sem hafa grafið undan því að maðurinn geti gengið út á vinnumarkaðinn og fengið starf – við hæfi.

Svarthöfði sér ekki betur en það sýni staka ráðdeildarsemi að þiggja nú biðlaunin og búa til neyðarsjóð fyrir fjölskylduna sem grípa má til ef þörf krefur í framtíðinni.

Þetta mál minnir Svarthöfða á orðatiltæki sem gamall vinnufélagi hafði oft á orði þegar rætt var um menn sem voru helst til örlátir á leiðbeiningar til annarra. Til útskýringar fyrir yngri lesendur er vegprestur gamalt heiti á vegvísum við vegi landsins. En orðatiltækið var á þessa leið: „Hann er eins og vegprestur. Vísar veginn en fer hann ekki sjálfur.“

Með ráðslaginu er ekki ósennilegt að grípa þurfi til sjóðsins fyrr en ætlað var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
Ekki missa afEyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
EyjanFastir pennar
23.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Ósanngjörn gagnrýni á kjarasamninga – ábyrgðin er allra!

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Ósanngjörn gagnrýni á kjarasamninga – ábyrgðin er allra!
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum