fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar

Eyjan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Guðrún Hafsteinsdóttir nær kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins um helgina vill hún beita sér fyrir breytingum á stjórnskipulagi flokksins m.a. til að fleiri flokksmenn fái að kjósa forystu hans en einungis þeir sem sitja landsfund. Hún telur að efla þurfi málefnastarf flokksins og virkja flokksmenn betur en nú er til þátttöku í flokksstarfinu. Hún segir marga flokksmenn kvarta undan því að fjarlægðin við Valhöll, sem sé samnefnari fyrir forystuna, hafi aukist. Stytta þurfi fjarlægðirnar. Guðrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að horfa á klippu úr þættinum hér:

Eyjan - Gudrun Hafsteinsdottir - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Gudrun Hafsteinsdottir - 4

Aðspurð um um það hvort hún sé sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi talað máli þeirra sem geta talað máli sínu sjálfir en vanrækt þá sem vantar málsvara rifjar Guðrún upp að þegar hún tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins hafi samtökin legið undir ámæli fyrir að málflutningur þeirra væri aðallega í þágu stærri aðildarfyrirtækja. Hún segist hafa lagt áherslu á það sem formaður SI að samtökin töluðu máli minni fyrirtækja, stærri fyrirtækin væru með svo breitt stjórnendalag að þau þyrftu síður á slíku að halda.

„Ég held að það megi alveg til sanns vegar færa að kannski hafi Sjálfstæðisflokkurinn í einhverjum málum talað fyrir stærri fyrirtæki landsins eða svo, en rétt eins og í Samtökum iðnaðarins þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn að finna hin sameiginlegu baráttumál sem við fylkjum okkur um, sem við eigum sameiginleg, og einblína á það. Í pólitík þarftu alltaf að vera í stóru myndinni og horfa á Ísland í heild; hvernig ætlar þú að starfa og ná utan um það að Íslandi farnist sem best og að við búum hér til jarðveg, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, þannig að, já, það sé góður jarðvegur hér til vaxtar. Ég mun leggja áherslu á það ef ég verð kjörin formaður í Sjálfstæðisflokknum.“

Það er ekkert sem segir að fylgið geti ekki haldið áfram að rjátlast af Sjálfstæðisflokknum. Hvað ætlar þú að gera til þess að snúa þessu við?

„Það er alveg rétt og við höfum oft talað um það að danskir íhaldsmenn voru einu sinni stórveldi í danskri pólitík en hafa verið að dingla svona í kringum tíu prósentin. Þú átt ekkert gefið í þessu lífi. Þú getur ekki verið í pólitík og einhvern veginn gert ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé 35-40 prósent flokkur eins og hann var. Þú þarft að hafa alla vega mikið fyrir því,“ segir Guðrún.

„Hvað ætla ég að gera? Ég tel að við þurfum að stórefla málefnastarf flokksins. Við þurfum líka að stórauka virkni félaga hringinn í kringum landið. Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking fólks úr öllum stéttum alls staðar að á landinu. Nú er ég búin að fara þessa hringferð og hitta örugglega hátt í tvö þúsund manns og ég finn það að margir tala um það að það vanti móttakarann og þá er verið að tala um Valhöll. Valhöll er kannski svona samnefnari fyrir forystuna. Það vanti móttakarann og við þurfum að hlusta betur á flokksmenn, hvað þeir hafa fram að færa, og virkja þá líka. Það vil ég stórefla, ég vil stórefla starfið í grasrótinni í málefnanefndum.“

Guðrún nefnir sem dæmi að málefnanefndir flokksins hafi verið látnar fylgja nefndaskipan Alþingis. Þannig sé atvinnuveganefnd hjá flokknum, rétt eins og á Alþingi. „Ég sakna þess, komandi úr mínu kjördæmi þar sem er einn blómlegasti landbúnaður landsins til dæmis, að við skulum ekki fjölga nefndum – af hverju erum við t.d. ekki með landbúnaðarnefnd, sérnefnd um sjávarútvegsmál, sérnefnd um ferðaþjónustu, iðnað o.s.frv.? Þær geta svo starfað undir einhverjum hatti sem heitir atvinnunefnd flokksins eða eitthvað slíkt. Þannig virkjum við fleiri. ef við minnkum nefndunum og fjölgum þeim þá koma fleiri að og það þurfum við að gera, það þurfa að koma fleiri að starfinu.“

Guðrún segist einnig vilja stórefla tengslin við sveitarstjórnarstig flokksins, sem sé langstærsta aflið á sveitarstjórnarstiginu. „Ég hef talað fyrir því að ég vil sjá breytingu á stjórnskipulagi flokksins. ef ég verð kjörin formaður vil ég kanna til hlítar hvort við getum valið okkur forystu með öðrum hætti en nú er. Ég tel að það fyrirkomulag sem er við lýði sundri okkur frekar en hitt. Ég finn það bara núna af ferðum mínum um landið að það er gríðarlegur áhugi á að mæta á landsfund og það er gríðarlegur áhugi hjá fólki að fá að taka þátt í þessari breytingu þegar formaður okkar til langs tíma – til sextán ára – er að hætta. Fólk vill fá að taka þátt í því að velja forystuna og við höfum alltaf sagt að við séum lýðræðisveisla og mikill lýðræðisflokkur og þá eigum við ekki að vera hrædd við að taka til vel ígrundaðrar skoðunar hvort við getum hleypt fleirum að því vali.“

Hún segir að í Suðurkjördæmi sé gríðarlegur fjöldi sem vill koma á landsfund og taka þátt þessu ævintýri hennar með henni en langt í frá allir komist á landsfundinn. Hún telur að um 200 manns í kjördæminu verði heima að sitja. Í þessum hópi séu gamlir og grónir flokksmenn en líka þeir sem farnir voru jafnvel yfir í aðra flokka. „Ég fæ mörg skilaboð á herjum einasta degi núna frá fólki sem er að senda mér: Ef þú verður næsti formaður flokksins ætla ég að ganga í flokkinn aftur. Ég gekk úr honum fyrir fjórum árum, fimm árum, tíu árum, ég veit ekki hvað, og ég ætla meira að segja aftur að fara að vinna fyrir flokkinn. Þetta auðvitað gefur mér kraft í baráttuna.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Hide picture