fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Eyjan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ávinningur Íslands af alþjóðasamstarfi, t.d. NATÓ og EES hefur verið gríðarlega mikill og við eigum að leggja áherslu áfram á gott alþjóðlegt samstarf. EES-samningurinn færir okkur tugi milljarða í ávinning á hverju ári. Ef Noregur tæki upp á því að ganga í Evrópusambandið þyrftum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega. Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

„Ég tel að fjárhagslegur ávinningur fyrir íslenskt viðskiptalíf og íslenska þjóð af þessum samningi sé örugglega um 40-50 milljarðar á ári.“

Það er sennilega varlega áætlað.

„Já, ég held að ég sé að áætla það mjög varlega. Ég vil ekki takmarka alþjóðasamstarf með neinum hætti. Ég tel að við eigum að vera traustir bandamenn innan NATÓ og ég hef nú alltaf sagt að ég er Evrópusinni en ég er ekki Evrópusambandssinni. Það helgast kannski fyrst og síðast af því að miðstýring og forsjárhyggja er eins og eitur í mínum beinum og mér finnst gríðarleg forsjárhyggja og miðstýring koma frá Brüssel. Ég held að Brüssel sendi út frá sér um tvö þúsund innleiðingar eða gerðir á ári sem ríkin þurfa að innleiða hvert og eitt …“

En við höfum ekkert um það að segja í dag. Ef við værum þar inni þá sætum við við borðið þar sem er ákveðið hvað er sent út.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Já, en þú sérð nú samt að Bretar ákváðu nú að fara út úr Evrópusambandinu vegna þess að þeir töldu að þeir hefðu lítið um það að segja, sú fjölmenna þjóð, og ef þeir hafa ekki séð ávinning af því hvers megum við þá vænta, veð sem erum tæplega 400 þúsund hér?“

Það eru nú mjög skiptar skoðanir, svo það sé svona vægt orðað, um ágæti þess fyrir Bretland að ganga út úr ESB.

„Það er alveg hárrétt, enda held ég að flækjustigið sé nokkuð mikið og vandræðagangurinn nokkuð mikill. Þeim hefur ekki tekist að klippa enn þá á þetta samband sitt við Evrópusambandið, flækjustigið er meira en svo og sumir segja að þeir muni aldrei geta yfirgefið það eins og þeir ætluðu sér.“

Svo má ekki gleyma því að Evrópusambandið, eða Stál- og kolabandalagið sem upphaflega var, þetta var fyrst og fremst friðarbandalag til þess að koma í veg fyrir styrjaldirnar sem höfðu geisað í Evrópu um aldir.

„Við njótum gríðarlegs ávinnings frá Evrópu í gegnum EES-samninginn en við höldum samt fullum yfirráðum yfir okkar auðlindum, eins og sjávarútvegsauðlindinni og öðru. Ég held að við myndum aldrei fá sambærilega samninga ef við værum að banka á dyrnar í dag. Þess vegna finnst mér allt tal um það að við eigum að taka upp EES-samningum og við eigum að semja um hann upp á nýtt, það finnst mér vera mjög varhugavert tal og óábyrgt,“ segir Guðrún.

Klárlega, enda erum við náttúrlega ekki lykilaðilinn í EES. Það er Noregur. við eiginlega njótum þess að Noregur ber hitann og þungann af EES.

„Við þyrftum held ég að íhuga okkar stöðu mjög alvarlega ef Noregur tæki upp á því að ganga inn í Evrópusambandið …“

Sem gæti gerst fyrr en varir. Það er eitt af kosningamálunum í Noregi, aðild að ESB.

„Ég held að við eigum alltaf að vera í nánu samstarfi við okkar vinaþjóðir og vinaþjóðir okkar hafa bæði verið Bandaríkjamenn, aðallega, og svo Evrópa og við höfum notið mjög ávinnings af því samstarfi og væntum þess að við munum gera það áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu