fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Eyjan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 13:30

Fyrir 500 milljarða mætti byggja jafnmargar íbúðir og eru á Akureyri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ábatasamasta hagræðingaraðgerð sem hugsast getur í íslensku hagkerfi er upptaka evru, en eins og skrifari þessara orða minntist á í síðasta pistli sínum, fyrir réttri viku, myndi árlegur sparnaður A-hluta ríkissjóðs nema öllum launakostnaði Landspítalans, en þar vinna 5000 manns.

Þá er ónefndur ábatinn fyrir annan ríkisrekstur, stofnanir, sveitarfélög, atvinnulífið og félagasamtök, að ógleymdum heimilum landsins, en skuldsettir íbúðakaupendur, með 50 milljóna króna lán á fasteign sinni, gætu sparað sér 250 til 300 þúsund á mánuði, væri evran við lýði á Íslandi.

Engin álíka kjarabót er möguleg hér á landi.

En þótt kostnaðurinn af krónunni sé áætlaður að samanlögðu um 500 milljarðar á ári, vegna viðvarandi vaxtamunar upp á 4,5 til 5,5 prósent, og hér er vert að endurtaka – á ári – þverskallast æði margir og gjalda varhug við upptöku sterkari gjaldmiðils. Þeir vilja fremur halda í þann veikasta og hættulegasta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Andmælendur evru eru með öðrum orðum hlynntir 500 milljarða króna tapi þjóðarbúsins á hverju einasta ári.

Það er pólitísk þversögn af hraustlegra taginu.

Hvað mætti gera fyrir 500 milljarða króna árlegan fórnarkostnað þjóðarbúsins vegna hærri vaxta af lánum innan krónu en evru? Listinn er óbærilegur. Það mætti byggja vel yfir 8000 nýjar íbúðir, hver á 60 milljónir króna, sem jafngildir fjölda allra íbúða á Akureyri. Það væri hægt að leggja nýja vegi með olíumöl, hringinn í kringum landið, ekki einu sinni, heldur að minnsta kosti tvisvar, eða sem nemur allt að 3300 kílómetrum. Það gæfist kostur á að reisa að minnsta kosti tvo nýja Landspítala, þar sem bygging nýs spítala við Hringbraut er áætluð um 210 milljarðar króna. Þá fengist fjármagn til að grafa upp undir 500 kílómetra af jarðgöngum, sem myndi stórbæta samgöngur á milli landshluta. Og loks væri unnt að greiða niður skuldir allra heimila á Íslandi á sex árum, þar sem heildarskuldir heimila eru um 3000 milljarðar króna.

Og vel að merkja, eitthvað af þessu mætti gera árlega. Slík er nú krónupíningin sem landsmenn þola.

„Andmælendur evru eru með öðrum orðum hlynntir 500 milljarða króna tapi þjóðarbúsins á hverju einasta ári.“

Þeir sem tala gegn evru, virðast jafnframt hafa ímugust á Evrópu, sinni eigin álfu. Þeir telja, margir hverjir, allt vera í kalda koli í sérhverju landi Evrópusambandsins. En þeir vilja engu að síður vera áfram áhrifalausir við lagasetningu og reglugerðir sambandsins. Þeir frábiðja sér að sitja við borðið þar sem ákvarðanir um þeirra eigið samfélag eru teknar. Þeir vilja ekki völdin sem eru í boði. Þeir telja hagsmunum Íslands best varið úti á gangi. Og kalla það fullveldisást. Einmitt.

Á ári hverju eru 550 til 650 gerðir teknar upp í EES-samningnum, þar af 20 til 30 sem krefjast lagabreytinga hér á landi.

Pólitískasta þversögnin á Íslandi er sú að þeir sem helst berjast gegn auknum áhrifum ESB á Íslandi vilja ekki segja skilið við evrópska efnahagssvæðið, hér og nú, enda þótt að þátttaka Íslands í EES jafngildi um 80 prósenta aðild að ESB. Er til meira ósamræmi í einu og sömu pólitíkinni?

Af hverju vilja íslenskir Evrópuandstæðingar ekki vera samkvæmir sjálfum sér? Skyldi það vera vegna þess að þeir sjá ótvíræðan ávinning af því að tengjast stærsta markaði Íslands með sem skilvirkustum hætti? Getur verið að þeir séu sammála stórútgerðinni á Íslandi, sem hefur fyrir langa löngu tekið upp evruna, af ástæðum sem rekja má til þess að íslensk króna er ekki gjaldgeng utan íslenskrar lögsögu.

Hún er ekki bara til heimabrúks. Hún er bara til heimaþjáningar.

Eða sem nemur 500 milljörðum árlega. Og sú upphæð endurtekur sig á hverju einasta ári þar til evran verður tekin upp á Íslandi. Það er tafakostnaður sem nemur þúsundum milljarða króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar