Hvað eru fasteignafélög ?
Hvað er leigumarkaður?
Fasteignafélög eru félög sem kaupa upp heilu blokkirnar og leigja þær út í ár til hið minnsta og svo selja blokkirnar aftur fyrir hærri upphæðir.
Fasteignafélög eru einnig vandamál Íslands, tökum sem dæmi, ónefnt fasteignafélag úti á landi keypti upp nýbyggingu , leigði nokkrar íbúðir til barnafjölskyldna og svo hendir þeim út, einni fjölskyldu í einu.
Nú er komið að okkar fjölskyldu, við erum með þriggja mánaða strák og þrjá ketti og þau ætla að henda okkur út, vitandi að ekkert er húsnæðið í bæjarfélaginu okkar sem t.d leyfir dýr.
Fólk hefur komið til okkar og sagt okkur að það sé sniðugt fyrir okkur að kaupa húsnæði en staðan er þannig við erum að borga gamlar skuldir sem fóru fram yfir á tíma sem gerir okkur ekki kleift að kaupa, þannig við verðum að reiða okkur á leigumarkaðinn og þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn og þrjár yndislegar læður.
Þá segir fólk við okkur: „Hey, þá geti þið flutt inn á fjölskylduna þannig þið verðið ekki heimilislaus” og reyna að kenna okkur hluti eins og: „Heimilisleysi er raunverulegt vandamál og þið eruð ekki heimilislaus því þið eigið fjölskyldu.“
Við viljum ekki flytja inn á fjölskylduna okkar með lítinn þriggja mánaða strák því eitthvað fasteignafélag sem á íbúðina sem við erum í er að henda okkur út, við ættum að getað fundið húsnæði sem hentar okkur án þess að vera hrædd við að vera hent út með lítið barn, og við erum ekki eina fjölskyldan sem hafa lent í því að lenda á götunni, það er fólk að lenda í nákvæmlega sömu aðstæðum og við.
Þá eru það íbúðafélögin, það eru endalausir biðlistar og við erum t.d ein af þeim sem eru að bíða eftir að komast í húsnæði.
Sum íbúðafélög misnota aðstæður sínar og nota neyð einstaklinga sem eru að leita að húsnæði og láta einstakling borga allt of mikið til að vera á einhverjum biðlista, þannig á þetta ekki að vera, mér finnst að íbúðafélög ættu að vera með eitt verð fyrir að vera á biðlista.
Þetta er raunveruleikinn að vera á leigumarkaði í dag.
Við litla fjölskyldan verðum heimilislaus bráðlega.
Við höfum ekki rétt á félagsíbúð því erum talin of tekjuhá.
Við erum mjög neðarlega á biðlista hjá íbúafélögum.
Við getum ekki keypt íbúð fyrr en eftir sirka ár eða tvö.
Ég skora á nýju valkyrju ríkisstjórnina að reyna finna fjármagn til að hjálpa fólki eins og okkur.
Ég skora á valkyrjurnar okkar að hjálpa fátækum og finna lausn á fátækt.
Um von betri framtíð,
Hjördís María Karlsdóttir