fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Stórtíðindi úr bankaheiminum – Arion banki vill í eina sæng með Íslandsbanka

Eyjan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 18:55

Arion Banki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Arion banka hefur lýst því yfir að hún hafi áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um sameiningu bankanna tveggja. Bréf þessa efnis hefur verið sent til stjórnar og bankastjóra Íslandsbanka en stjórn bankans mun ræða erindi Arion í næstu viku.

Arion banki tilkynnti þetta nú síðdegis í tilkynningu til kauphallarinnar. Í tilkynningunni kemur fram að Arion banki sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Það sé staðreynd að þrátt fyrir fjölmargar hagræðingaraðgerðir íslenskra banka á undanförnum árum þá sé kostnaður fjármálakerfisins enn hlutfallslega hár hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það sé bæði vegna smæðar íslenska hagkerfisins og þeirrar staðreyndar að þrír stærstu bankar landsins séu allir flokkaðir sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfi því að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk Evrópusambandsins, sem sé samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga, auk séríslenskra reglna.

Í tilkynningunni segir ennfremur að það sé einstakt tækifæri í því að sameina Arion banka og Íslandsbanka. Þannig verði til skilvirkari og öflugri banki sem sé betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina, fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun og styðja við vöxt íslensks efnahagslífs.

Hægt verður að ná fram umtalsverðri samlegð með samruna bankanna og draga þar með úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi neytendum og hluthöfum bankanna til góða.

Tilboð

Arion banki segist reiðubúinn til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem myndi nást fram við samruna bankanna, skili sér til neytenda.  Fullyrt er í tilkynningunni að yfir 10 ára tímabil næmi beinn sparnaður íslenskra heimila því 50 milljörðum króna fyrir utan annan ávinning og sparnað sem af samrunanum myndi hljótast.

Þar að auki lýsir Arion banki sig reiðubúinn til að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu, sem á 42,5 prósent í bankanum, 5 prósent yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent.

Einnig er tekið fram að í gegnum ríkið og lífeyrissjóði ætti almenningur á Íslandi, með óbeinum hætti, meirihluta í sameinuðum banka.

Arion telur einnig að samruni bankanna myndi uppfylla öll þrjú skilyrði leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lárétta samruna; ávinningur neytenda sé verulegur, hann sé mælanlegur og náist ekki með öðrum leiðum.

Skoða málið

Rétt í þessu svaraði Íslandsbanki með eigin tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að bankanum hafi borist bréf frá Arion banka þar sem lýst sé yfir áhuga á samrunaviðræðum. Stjórn Íslandsbanka muni taka erindið til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans. Í íslenskri útgáfu tilkynningarinnar er ekkert minnst á neinar tímasetningar en í ensku útgáfunni segir að stjórn bankans muni taka bréfið til skoðunar í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout setur sinna.is í loftið

Dineout setur sinna.is í loftið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“