fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Eyjan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli víkja úr þingflokksherbergi sínu á jarðhæð Alþingishússins. Nýtt þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna verður ekki í Alþingishúsinu sjálfu heldur í Smiðju, nýrri byggingu Alþings við Vonarstræti.

Þingflokkur Samfylkingarinnar, sem er fjölmennasti þingflokkurinn eftir kosningarnar 30. nóvember sl., fer í hið svonefnda bláa herbergi, stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft til umráða í 84 ár, frá 1941, þremur árum áður en lýðveldið var stofnað.

Í græna herberginu, sem Framsókn hefur löngum haft, verður Viðreisn og Flokkur fólksins verður í gula herberginu, sem á árum áður var þingflokksherbergi Alþýðuflokksins.

Með þessari breytingu eru allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir með þingflokksherbergi sín á jarðhæð Alþingishússins en stjórnarandstaðan í viðbyggingum. Hagræði þykir af því að ríkisstjórnarflokkar hafi fundaraðstöðu í sama húsi, og þá helst í Alþingishúsinu sjálfu.

Sjálfstæðismenn hafa ólmir viljað halda í stærsta þingflokksherbergið og borið því við að þeir eigi eins konar hefðarrétt og miklar tilfinningar og saga tengist herberginu. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, hefur hótað því að þingmenn flokksins fari í setuverkfall í bláa herberginu verði flokknum gert að rýma það. Ekki er vitað á þessari stundu hvort Sjálfstæðismenn láta verða af þeirri hótun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla