fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld

Eyjan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að þungt sé í kennurum eftir að Félagsdómur úrskurðaði skæruverkföll þeirra í nokkrum grunn- og leikskólum ólögleg. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem aðeins hluti félagsmanna kennarafélaga innan sveitarfélags greiddi atkvæði um verkfallsboðun væru verkföll ólögleg. Þar með var ljóst að verkföllin voru ólögleg alls staðar nema í Snæfellsbæ, þar sem aðeins er einn leikskóli.

Orðið á götunni er að í verkfallsaðgerðum kennara og niðurstöðu Félagsdóms birtist með áþreifanlegum hætti að börnin eru fullkomið aukaatriði bæði hvað varðar aðgerðir kennara og lagalega úrvinnslu Félagsdóms. Vitaskuld eigi það að vera lykilatriði í málinu að aðgerðir að takmörkuð skæruverkföll kennara gengi freklega gegn rétti barna til náms og mismuni börnum eftir skólum og sveitarfélögum. Félagsdómur hafi síðan komist að þeirri niðurstöðu að í lagi sé að mismuna börnum og brjóta gegn rétti þeirra svo fremi að brotið sé á öllum börnum í viðkomandi sveitarfélögum.

Orðið á götunni er að kennarar muni ekki láta deigan síga heldur verði þess framvegis gætt að lama skólastarf í heilum sveitarfélögum. Seltjarnarnes og Garðabær séu ofarlega á lista forsvarsmanna kennara. Þá gætu þeir látið til skarar skríða í Árborg og Ölfusi. Fleiri sveitarfélög heyrast nefnd, m.a. Skagafjörður.

Orðið á götunni er að forsmekkurinn að baráttuvilja kennara muni birtast þingmönnum og þjóðinni allri strax í kvöld, en kennarar hafa verið boðaðir á samstöðufund niður á Austurvöll í kvöld, þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra verða í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Kennurum er heitt í hamsi og einhverjir tala á þeim nótum að „byltingin“ hefjist í kvöld.

Í öllu falli er sögulegur fundur í uppsiglingu og orðið á götunni er að fjölmennt verði á Austurvelli í kvöld. Mörgum finnst hins vegar kröfugerð kennara undarleg og skilja ekkert í því að þeir skuli ekki hafa samþykkt tillögu ríkissáttasemjara um að fram fari formlegt mat á kjörum kennara og hvernig þau eru í samanburði við hin margumtöluðu markaðslaun, sem kennarar segjast vilja njóta. Kennarar njóti ýmissa fríðinda og starfsöryggis umfram sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Slíkt þurfi að meta til fjár eigi að gera raunhæfan samanburð á kjörum þessara stétta.

Orðið á götunni er að þolinmæði þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á ólöglegum skæruverkföllum kennara sé á þrotum. Spurningin sé hvort foreldrar og börn haldi ekki bara samstöðufund fljótlega í Egilshöll til að þrýsta á kennaraforystuna um að láta af skaðlegum skæruverkföllum sem mismuna börnum og brjóta á rétti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“