fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Eyjan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 13:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistaramótið í frekjukasti, með og án atrennu, fer nú fram fyrir opnum tjöldum í fyrsta skipti, en það hefur löngum verið haldið inni í reykfylltum bakherbergjum, fjarri almannarýmum og öðrum vesælum vistarverum. Sérstaka athygli vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráð hafa ásamt Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu komist í lokaúrslit mótsins og hafa hvorki þurft að leika gegn liðum í milliriðlum né þaðan af lakari félagsskap.

En forgjöfin er víða.

Það er svo eftir öðru að riddarar anddyrisins skeiða nú fram á ritvöllinn sem aldrei fyrr og segja andstæðinga sérhagsmuna í landinu misskilja kerfið, eða bera bara ekkert skynbragð á það. Og það er auðvitað í anda Gamla testamentisins, og þeirrar aldagömlu íhaldssemi, að standa fastar á því en fótunum að auðlindir séu aðeins ætlaðar útvöldum eignamönnum sem fari betur með völdin en fáfróð alþýðan.

Verði hróflað við kerfinu, fari byggðirnar á hausinn. Segja einmitt þeir sem sjálfir færa kvótann, frá einum stað til annars, með því einu að lyfta vísifingri, og skeyta engu um byggðafestu og farsæld íbúanna á hverjum stað.

Tugmilljarða gróðinn, ár frá ári, er eina erindið. Fari króna af honum, klikki allt.

„Eina vörnin er að öskra. Eina ráðið er að afskræma. Og fara miskunnarlaust í manninn.“

Meginástæða mótshaldsins nú um stundir er auðvitað sú að eigendur valdsins hafa misst það úr höndum sér. Haukurinn í horni, er allt í einu á bersvæði. Allsnakinn. Og það er enginn lengur til að bera klæði á kroppinn.

Eina vörnin er að öskra. Eina ráðið er að afskræma. Og fara miskunnarlaust í manninn.

Fyrstu hreinu valdaskiptin á lýðveldistímanum skera svo hræðilega í auga íhaldsins að það er látið að því liggja að Formaður flokksins hafi notað peninga hreyfingarinnar til eigin nota – og keypt sér fasteignir fyrir formúguna. Og þetta segir einmitt flokksblaðið sem hefur fengið tíu milljarða afskrifaða hjá ríkinu til að halda sér á floti, og fær þess utan milljarðana í meðgjöf frá ofhaldinni útgerðinni. Viðskiptamódelið er betl á betl ofan. Annarra manna aur.

En þó er spillingin bara annarra. Það skal vera svo.

Ofangreindum sérhagsmunahreyfingum er þó vorkunn. Og í sjálfu sér er ekkert athugavert við það að valdaklíkur í landinu verjist breytingum sem kunna að hafa af þeim auðinn. Orðið er frjálst.

En sú var tíðin að þetta var bara kjökur á kajanum. Formaður LÍÚ var reglulega látinn kreista kjúkur yfir háu gengi, ellegar vondri veiðiráðgjöf. Og sultardropinn lak úr nefinu.

Núna hefur vel æfður grátkórinn tekið við. Og slagararnir hafa breyst í pönkaðar svívirðingar þar sem æran skal hafin af öllum andstæðingum. En þar fyrir utan er áberandi þessi dreissuga sjálfumgleði litlu kútanna sem telja öðrum ekki fært að fara með landsvöldin en lykilhöfum kapítalsins. Allra síst einhverjum gömlum kerlingum. Og kvenfyrirlitninguna leggur af liðinu.

Það er eftir öðru að laskaða hægrið harmar líka hlutinn sinn í þinghúsi landsmanna, enda skroppið saman í skinni sínu. Þar vatnar það músum af ótta við að missa fundaherbergið sitt, til viðbótar við annað afráð. Hvað lýsir stórlætinu betur? Flokkurinn eigi pleisið!

Í rökréttu framhaldi ætti hann líka að heimta gamalt fylgi sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
EyjanFastir pennar
29.12.2024

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
EyjanFastir pennar
28.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
20.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
19.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni