fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Eyjan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 06:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir margt löngu bjó ég um árabil í Gautaborg á vesturströnd Svíþjóðar. Á þessum tíma var algengt að íslensk handboltalið færu til Lundar eða Malmö til að leika við heimamenn í einhverjum Evrópukeppnum. Við fórum alltaf til að sjá þessa leiki í bílalest með blaktandi íslenskum fánum og nokkrum kössum af bjór og Gammeldansk. Mikið var drukkið og sungið í þessum ferðum og gífurleg stemming þegar við komumst loksins upp á áhorfendapallana. Venjulega sigruðum við glæsilega keppnina við Svíana í hvatningarópum og öskrum en inni á vellinum gekk venjulega allt á afturfótunum. Leikir sem voru fyrir fram unnir töpuðust með miklum mun. Heimferðin var venjulega dapurlegri en orð fá lýst. Engir fánar og bjórinn búinn og allir svekktir og sárir yfir þessu langa og tilgangslausa ferðalagi.

Síðan þá hef ég alltaf haft ímugust á handbolta og æðinu sem skapast í kringum árvissar keppnir í janúar. Íslenska landsliðið virðist á pappírnum vera firnasterkt með atvinnumenn í hverri stöðu. Verðlaun eru ávallt í sjónmáli. Venjulega gengur allt í haginn í byrjun en síðan kemur ögurstund keppninnar þegar okkar menn fara á taugum. Allt leikskipulag gleymist og þrautþjálfaðar handboltakempur hlaupa stefnulaust um völlinn og tapa stórt. Þetta er kallað vondi leikkaflinn eða hálfleikurinn þegar allt fer í skrúfuna. Að leik loknum er þjálfarinn niðurdreginn en segist hafa séð margt jákvætt inni á vellinum þrátt fyrir stórt tap. Liðið og áhorfendaskarinn fara heim með skottið milli lappanna eins og við gerðum forðum í Svíþjóð. Nú þarf þjóðarátak þar sem safnað er saman sjáendum, galdrakerlingum, seiðfólki og töframönnum sem geta soðið saman einhverja lausn á vandamálum landsliðsins. Venjulegar aðferðir íþróttasálfræði og atferlisfræði duga ekki lengur svo að við verðum að leita til álfa og huldufólks um ráð. Þetta árvissa handboltaáfall er farið að skaða þjóðarímyndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
28.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
28.12.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
19.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
15.12.2024

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið