fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Eyjan
Sunnudaginn 5. janúar 2025 16:00

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og álitsgjafi um alþjóðamál, segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu. Eru þau einkum fólgin í því að hafa lýst yfir þeirri stefnu að Úkraína eigi að fá inngöngu í NATÓ án þess að standa við það. Það var gert með yfirlýsingu leiðtogafundar NATÓ í Búkarest árið 2008. Í nýrri grein á Vísir.is segir Hilmar:

„Vitað er að stækkun NATO getur ekki átt sér stað án samþykkis allra aðildarríkjanna. Nú eru liðin hér um bil 17 ár frá þessi yfirlýsing var gefin út og Úkraína er enn ekki í NATO. Zelensky hefur ítrekað beðið um tímatöflu fyrir aðild en aldrei fengið hana. Hefði Úkraínu verið hleypt inn fljótlega eftir NATO fundinn í apríl 2008 er hæpið að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Það voru að mínum dómi alvarleg mistök að álykta á NATO fundinum 2008 um aðild Úkraínu ef ekki var raunhæfur möguleiki að veita aðild að bandalaginu. Allir vissu þó að Úkraína var ekki tilbúin fyrir aðild.“

Hilmar hefur ítrekað sagt að Íslendingar eigi að tala fyrir friði í Úkraínu. Af því tilefni lagði Andri Þorvarðarson spurningar fyrir hann í Vísis-grein fyrir stuttu. Andri spurði Hilmar að því á hvaða forsendum sá friður ætti að vera og nefndi þar kröfur Rússa um eftirgjöf landsvæða. Hann spurði líka hvort Hilmar myndi samþykkja sambærilegar kröfur fyrir Ísland.

Grein Hilmars í dag er ætlað að svara spurningum Andra. Er áhugavert að lesa þessar greinar saman en Hilmar segir meðal annars:

„Andri ber í grein sinni stundum saman stöðu Íslands og Úkraínu sem að mínum dómi er algerlega óraunhæfur samanburður. Ísland er eyja útí miðju Norður-Atlantshafi sem er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin frá 1951 og er eitt að stofnríkjum NATO frá 1949. Ísland hefur ekki landamæri við stórveldi eins og Úkraína, eða nokkuð annað ríki. Ísland hefur mér vitanlega aldrei átt í hörðum deilum við Rússland eða Sovétríkin þó landið hafi réttilega fordæmt ínnrás Rússlands inní Úkraínu. Ísland hefur líka átt góð samskipti við Kína.

Þó Ísland sé sjálfstætt ríki eru takmörk fyrir því hvað við getum gert. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland árið 2019 þakkaði hann Íslenskum stjórnvöldum fyrr að taka ekki þátt í Belti og braut (e. Belt and road initiative) Kínverja. Þetta var áður en stjórnvöld hérlendis höfðu tekið nokkra ákvörðun um málið. Staðreyndin er sú að land eins og Ísland verður að taka visst tillit til þess ríkis sem það hefur tvíhliða varnarsamning við og einnig þeirra ríkja sem það er í varnarbandalagi með. Við getum ekki gert hvað sem er. Ef Bandaríkin tortryggja Belti og braut þurfa Íslensk stjórnvöld að hafa visst samráð við Washington. Það er best fyrir smáríki eins og Ísland að tala fyrir friði í heiminum og eiga ekki í útistöðum við neitt stórveldi að óþörfu.“

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir