fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
EyjanFastir pennar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

Eyjan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Donald Trump er mættur til leiks í Hvíta húsinu á ný. Í innsetningarræðu sinni sló hann tón sem kom fáum á óvart. Allt sem maðurinn segir eða gerir vekur athygli. Gríðarlega athygli og það er það sem heldur honum gangandi. Á fyrsta degi undirritaði Trump ótal forsetatilskipanir sem vógu að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga og náðaði yfir 1.500 stuðningsmenn sína sem höfðu meðal annars verið dæmdir fyrir árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021, jafnvel þá sem réðust gegn lögreglu og öryggisvörðum.

Hin tvívíða veröld

Það er svo til marks um óendanlega sorglega stöðu mannréttindamála í Bandaríkjunum að Trump skuli nýta vald sitt og rödd sérstaklega til að halda áfram að grafa undan einum jaðarsettasta hópi okkar samtíma – trans fólki. Hann skrifaði meðal annars tilskipun um að kynin séu aðeins tvö og bannar að það megi vísa til kyngervis einstaklinga. Öryggi og tilverurétti trans fólks er ógnað með þessum tóni sem hann slær. Sérstakar áhyggjur hef ég af stöðu regnbogabarna. Sem ekki verða lengur vernduð sérstaklega gegn ofbeldi og áreiti. Vernd sem Trump afmáir með einu pennastriki. Í gær bárust svo fregnir af því að Fylkisþing Idaho fylkis í Bandaríkjunum vilji freista þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógildi Obergefell gegn Hodges dóminn og afnema þannig alríkisvernd sem kveður á um hjónabönd hinsegin fólks.

Trump og hans fylgitunglum hefur tekist á síðustu árum að búa til sérstakt stríð gegn hinum alræmda vókisma (e. woke) og teikna upp þá mynd að hér sé um tvennt að velja; áframhaldandi uppgang vókisma eða hagvöxt og velmegun þjóðar. Að láta beri af slíku í nafni þess að endurheimta fyrri stöðu. Þannig eru búnir til andstæðir pólar sem er þekkt aðferðafræði lýðhyggjunnar (e.populism) og einstaklingar settir í þá stöðu að staðsetja sig á öðrum hvorum ásnum. Í hvaða liði ætlar þú að vera? Með hagvexti eða með réttindum hinsegin fólks?

Samfélagslegt virði mannréttinda

Nokkuð sjálfgefið hyggjuvit og örlítil ró í sinni gefur okkur eftirfarandi forsendu: því fleiri einstaklingar sem upplifa lífshamingju og fá óáreittir að tilheyra samfélagi manna hefur jákvæð áhrif á velmegun þjóða og þátttöku einstaklinga í samfélaginu sem ýtir þar af leiðandi undir verðmætasköpun og þar með hagvöxt. Einmitt þess vegna er svo hryggilegt að popúlistar nútímans séu markvisst að beina spjótum sínum að jaðarsettum hópum. Vegna þess að fjölbreytileikinn er fallegur. Ekki hættulegur. Heimurinn er ekki svartur eða hvítur. Hann er marglitaður. Allir regnbogans litir. Við erum öll ólík og það er gott. Guð forði okkur frá því að búa við einsleitni og eintóna samfélag. Það er ekki til marks um árangur. Heldur stöðnun og vanlíðan. Ef við ættum að læra eitthvað af sögunni og staldra við. Þá er það við nákvæmlega þetta. Tökum ekki þátt í því að færa víglínuna í við og þið.

Ný víglína

Endurkoma Trump og grímulaus orðræða hans um jaðarsetta hópa markar vatnaskil. Nú reynir á ríki Evrópu að standa með grunngildum um frelsi, mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Á meðan Trump byggir múra utan um sig og bestu vini sína er mikilvægt að sýna samfélagslega ábyrgð og samkennd í verki. Að baki er áratuga nær stöðugt framfaraskeið, þar sem jaðarhópar hafa öðlast æ fleiri réttindi og notið sífellt meiri viðurkenningar. Frelsis og hamingju. Því verki er hvergi nær lokið en nú er sú staða uppi að á meðan við höldum áfram slær Trump þann tón að það megi hrifsa af okkur þann árangur sem náðst hefur.

Ég óttast að sú heimsmynd sem blasir hér við verði ansi klofin. Ríki heims standa nú frammi fyrir ótal spurningum sem enn er ósvarað. Hér á Íslandi skiptir öllu máli að falla ekki í þá gryfju að leita í smiðju Trump og stuðla hér að sundrung meðal okkar og taka undir innfluttan hræðsluáróður. Hér eigum við öll okkar tilverurétt.

Tjáningarfrelsið er okkur öllum mikilvægt. Ekki síst jaðarsettum hópum. En tilveruréttur fólks er ekki skoðun sem við eigum að rökræða. Við erum ekki með eða á móti konum, körlum, fötluðu fólki, hinsegin fólki, hvítu fólki, svörtu fólki, útlendingum, örvhentum eða bláeygðum. Þetta eru bara allt manneskjur með tifandi hjarta sem eiga sinn tilverurétt.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
28.02.2025

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið