fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konan mun komast upp með þetta vegna þess að nýkosin stjórnvöld í landinu eru siðspillt og meta völd sín meira en siðgæðið.“ 

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur og fyrrum Hæstaréttardómari í grein sinni um Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og formann Flokks fólksins eftir að í ljós kom að flokkurinn hlaut hundruð milljóna í styrk úr ríkissjóði á undanförnum árum án þess að uppfylla lagaskilyrði til þess. 

„Er einna helst svo að sjá að hún hafi tekið þetta fé til persónulegra nota en ekki ráðstafað því í þágu flokks síns, sem ekki er flokkur. Hún ætlar ekki að skila þessu oftekna fé en gerir samt enga grein fyrir ráðstöfun þess. Svo mikið er víst að fólkið með lágu launin fékk það ekki.“

Jón Steinar segir Ingu hafa verið kosna á þing vegna þess að hún sagðist ætla að tryggja öllum tiltekin lágmarkslaun. „Fólkið kaus hana í auðgunarskyni. Allir hefðu átt að vita að loforðið var blekking, því ekki var hægt að efna það. Þetta hefur nú komið í ljós svo hún er „fallin frá“ loforðinu.“ 

Jón Steinar segir Ingu svo bara reyna að vera „fyndin með því að beita dónaskap og upphrópunum í opinberum umræðum. Hún er nefnilega orðin ráðherra og telur að þar með hafi hún fengið heimild til að tala yfir aðra með hávaða og hótfyndni um leið og hún leggur undir sig skattfé almennings án heimildar.“ 

Jón Steinar bendir á að það sé víst „ekki hægt að sæma hana fálkaorðunni fyrr en á þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. Líklega verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins