fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Eyjan
Laugardaginn 25. janúar 2025 13:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá valdatími Donalds Trumps á stóli Bandaríkjaforseta, sem blasir við jarðarbúum á næstu fjórum árum, setur þeim gömul viðmið. Eldgömul.

Mannréttindasigrum síðustu áratuga, sem hafa unnist með blóði, tárum, dauða og útlegð, verður snúið í tap. Líklega afhroð.

En vestan megin Atlantsála er tónninn þessi: Það er komið yfrið nóg af frjálslyndi. Ameríka hefur glatað uppruna sínum. Nú verður að víkja af vegi glötunar og hampa aftur gildum þess sterka, á kostnað þess veika sem er kominn með meiri rétt og þægindi í þjóðfélaginu en góðu hófi gegnir.

Og svo er það þetta með fjandans fjölbreytileikann: Hann er farinn að skera í augu. Það er ekki lengur hægt að ganga að því vísu, sem í eina tíð var jafn einfalt og það var einsleitt.

Sum sé; samfélaginu hefur farið aftur í afturhaldi. Og akkúrat það varð Trump að tyllu.

Alvarleiki þessara umskipta er mestur sá að hatrið hefur leyst hófsemdina af hólmi. Það er búið að gefa út leyfi til að láta hvað eina út úr sér. Það sem íhaldið sagði áður í hálfum hljóðum, er núna hrópað á torgum. Hneykslunarviðmiðið hefur verið fært úr stað.

Fyrir vikið munu hatursglæpir aukast. Og þeir verða hræðilegri en áður hefur þekkst. Það er búið að merkja andstæðinginn – og hann er óamerískur aðskotahlutur sem er þar fyrir utan afbrigðilegur og kannast hvorki við kyn sitt né uppruna.

Í sem fæstum orðum: Þeir og við. Þeir djöfullegu. Og við útvöldu.

Kunnuglegt. Vitaskuld.

„Það hefur verið gefin út forsetatilskipun um eina rétta ríkishegðun.“

Og það er reitt til höggs á fyrsta degi. Það ber að leggja niður allar aðgerðir og liðveislu sem varðar aðgengi, fjölbreytni og sanngirni. Það skal þegar snúið af þeirri beinu braut mannréttinda þar sem hlustað er á allar raddir samfélagsins. Það má ekki lengur hvetja fólk til að njóta lífsins og möguleika þess á sínum eigin forsendum. Það hefur verið gefin út forsetatilskipun um eina rétta ríkishegðun.

Og vel að merkja, hér eftir eru kynin aðeins tvö, karl og kona. Það er ekki lengur rúm fyrir fleiri hugsanir og þarfir, hvað þá umburðarlyndi og víðsýni. Þú ert það sem þú fæðist. Og því verður ekki lengur breytt.

Vandi þeirra, sem enn þá trúa á alþjóðavirkni, frjálslyndi, frelsi einstaklingsins og mannréttindi, er að vagninn hefur verið tjakkaður niður. Vandlætingarvagninn liggur lægra en áður. Það er auðveldara að stökkva upp á hann en nokkru sinni á seinni tímum. Og það er heldur ekkert að því að sýna sig á honum, því það er búið að viðurkenna vagninn sem venjulegt farartæki.

Fyrir Íslendinga verður einkar forvitnilegt að sjá hvaða stjórnmálamenn ætla að vippa sér á vagninn – og taka sér far með forsetanum í vestri. Það hefur nefnilega aldrei verið auðveldara að skáka í skjóli Trumps, nú þegar hann hefur verið uppklappaður á sviðið.

Eðlilegt er að á Alþingi, sem sett verður í byrjun næsta mánaðar, verði svona skoðanir leitaðar uppi, einmitt viðhorf í þá veru að einsleitnin eigi betur við en breytileikinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
Ekki missa afEyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?