fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Eyjan
Laugardaginn 25. janúar 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem barnið tengist móður sinni með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að viðskilnaður hvítvoðungs við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið skynjar einmanaleika sinn í lífsbaráttunni. Margir sakna alltaf þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði og naflastrengsins sem færði næringu, birtu og yl.

Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjallsíma snemma á lífsleiðinni og geta með honum tengst foreldrum sínum nánar en áður hefur þekkst. Barnið þarf ekki lengur að takast á við lífið og treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og spurt ráða eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur umsvifalaust sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta samstundis kvartað undan hrekkjusvínum á leikvellinum eða önuglegum strætóstjórum. Nú þarf enginn að læra neitt utan að vegna þess að síminn kann allt og eins og elskandi móðir. Barninu þarf aldrei að leiðast því að síminn býður alltaf upp á dægradvöl eins og góð amma eða afi. Sálfræðingar og geðlæknar geta horft fram á rólegri tíma vegna þess að tekist hefur að losna við sjálfan frumkvíðann með nútímatækni. Enginn þarf lengur að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
Ekki missa afEyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?