fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Eyjan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 07:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af fyrstu embættisverkum Donald Trump, eftir að hann var settur í embætti á mánudaginn, var að draga Bandaríkin út úr starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Ástæðan er að hans sögn „mistök varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar“.

WHO er þar með komin í mikinn vanda því Bandaríkin hafa lagt mest af mörkum til stofnunarinnar, eða um fimmtung þess fjármagns sem hún hefur til umráða.

WHO er hluti af Sameinuðu þjóðunum og berst við sjúkdóma á borð við malaríu, berkla, HIV og inflúensu.

Stór hluti af starfsemi stofnunarinnar fer fram í Afríku en stofnunin gegnir einnig lykilhlutverki í alþjóðastarfi sem miðar að því að koma í veg fyrir nýja heimsfaraldra. Þá starfar stofnunin á átakasvæðum eins og Gaza.

WHO hefur sætt mikilli gagnrýni á síðustu árum, meðal annars fyrir viðbrögðin við heimsfaraldri kórónuveirunnar og fyrir hneykslismál í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem um 80 hjálparstarfsmenn, þar á meðal margir frá WHO, misnotuðu konur og stúlkur kynferðislega frá 2018 til 2020 þegar ebólufaraldur reið yfir.

WHO hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að vera svifasein stofnun þegar kemur að því að samþykkja notkun bóluefna gegn apabólu sem breiddist út í Afríku á síðasta ári. Stofnunin var meðal annars gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið með nein bóluefni til reiðu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, þrátt fyrir að erlend lyfjafyrirtæki ættu mörg hundruð þúsund skammta á lager.

Trump hefur lengi haft horn í síðu WHO og hann dró Bandaríkin út úr starfi stofnunarinnar sumarið 2020 en hann tapaði síðan forsetakosningunum nokkrum mánuðum síðar og Joe Biden beið ekki boðanna með að ógilda ákvörðun Trump.

Ekki liggur fyrir hvort ákvörðun hans byggist á ráðum frá Robert F. Kennedy jr. sem verður heilbrigðisráðherra í stjórn Trump. Kennedy er andstæðingur bólusetninga og er talsmaður ýmissa klikkaðra kenninga, til dæmis að kórónuveiran sé fullkomið lífefnavopn sem ræðst á ákveðna þjóðfélagshópa en hlífi öðrum, til dæmis gyðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum