fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Góðar fréttir fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins?

Eyjan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í hádeginu hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á komandi landsfundi í febrúar.

Ákvörðun Þórdísar kemur sumum á óvart enda hafði hún fengið talsverða hvatningu til að fara í framboð. Enn er alls óvíst hver verður næsti formaður flokksins en meðal þeirra sem nefndir hafa verið við framboð eru til dæmis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá sagðist Diljá Mist Einarsdóttir liggja undir feldi í samtali við Morgunblaðið í dag.

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún ekki í framboði til formanns

Yrði betri flokkur undir stjórn Þórdísar

Fjölmargir hafa sent Þórdísi góðar kveðjur undir færslu hennar á Facebook og þá hefur Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, lýst yfir ákveðnum vonbrigðum. Virðist Þórdís hafa verið í nokkru uppáhaldi hjá þingmanninum fyrrverandi.

Björn Leví segir:

„Djö.

Jæja, þá get ég kannski sagt þetta bara beint út án þess að það hafi áhrif á framboð hennar. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn yrði betri stjórnmálaflokkur undir forystu Þórdísar Kolbrúnar. Ég þekki hana bara af heiðarleika og hreinskilni. Einn af fáum fjármálaráðherrum sem mættu fyrir fjárlaganefnd til þess að svara fyrir mál sín (það er að vísu ekki alveg rétt þegar ég hugsa um það, allir nema Bjarni mættu).

Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig þessir jákvæðu eiginleikar myndu halda sér í forystuhlutverki – en að mínu mati hefði það verið líklegast.

Kannski næst.“

Yfirburðarmanneskja

Á Facebook-síðu Þórdísar senda bæði núverandi og fyrrverandi samherjar og mótherjar henni kveðjur. „Gangi þér allt að sólu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra.

„Hjartans þakkir fyrir þitt framlag hingað til. Hlakka til samstarfsins. Gangi þér sem allra best,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Takk fyrir allt kæra Þórdís og gangi þér alltaf sem allra best,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, segir undir færslu Þórdísar að þetta séu góðar fréttir fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

„Einfaldlega vegna þess að þú ert alger yfirburðarmanneskja í flokknum. Þú og aðeins þú hefur hæfileika og getu til þess að breyta flokknum í það sem þú talar um í þessum fallega og einlæga pistli. Gangi þér allt að sólu kæra ÞórdísÞú mátt vera aldeilis stolt af þínum störfum fyrir land og þjóð þó mörgum samflokksmönnum þínum finnist það ekki.“

Björn Birgisson, Grindvíkingur og samfélagsrýnir, segir á Facebook-síðu sinni að þetta séu ekkert endilega óvænt tíðindi.

„Eftir brotthvarf Bjarna hefur hún áttað sig á hinum djúpstæða ágreiningi innan flokksins á milli hinnar eitruðu frjálshyggju og hófsamari hægri manna, ágreiningi sem útilokar að formaðurinn sé hafinn yfir gagnrýni innan flokksins eins og þar er siður. Þessi ákvörðun hennar er líklega rökrétt miðað við aðstæður,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“