fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið hefur farið mikinn gegn Degi B. Eggertssyni í mörg ár. greinilega lítur blaðið á Dag sem helsta andstæðing Sjálfstæðisflokksins, og þar með blaðsins, sem von er vegna þess að í einn og hálfan áratug hefur Dagur haldið Sjálfstæðisflokknum valdalausum í vonlausri stjórnarandstöðu í höfuðborginni, sem áður var vígi flokksins.

Svarthöfði hefur lengi fylgst með íslenskri pólitík og hér á árum áður voru flokksblöðin gjarnan illskeytt og sáust ekki fyrir í árásum og skítkasti á pólitíska andstæðinga. Undir forystu Styrmis og þó sérstaklega Matthíasar Johannessen reif Morgunblaðið sig upp í forarvilpunni sem hin flokksblöðin sátu föst í. Var svo á meðan beggja naut við og nokkuð lengur. Á meðan Morgunblaðið hóf sig til flugs sem virtasti fjölmiðill landsins sátu hin flokksblöðin eftir og stunduðu áfram það sem í ljósi sögunnar er vart hægt að kalla annað ein einelti gegn pólitískum andstæðingum.

Eigendur Morgunblaðsins á þessum tíma báru gæfu til að leyfa þeim Matthíasi og Styrmi að færa blaðið inn í samtímann og byggja þannig upp gríðarlega öflugan og góðan fjölmiðil. Eftir hrunið seig á ógæfuhliðina hjá Morgunblaðinu. Nýir eigendur komu að, eigendur sem engan veginn standast samanburð við þá eigendur sem áður voru.

Líkast til fullkomnaðist niðurlæging Morgunblaðsins þegar nýju eigendurnir, gjafakvótaeigendur sem þegið hafa milljarða í afskriftir og ríkisstyrki, réðu höfund íslenska efnahagshrunsins sem ritstjóra, beint úr rjúkandi rústum Seðlabankans, sem honum hafði tekist að keyra í þrot, eins mikið og hægt er að keyra einn seðlabanka í þrot. Eftir áratuga stjórn hans á ríki og seðlabanka stóð vart steinn yfir steini í íslensku atvinnulífi. Var þó til þess tekið að helstu vinir hans, sumir þeir sömu og orðnir voru eigendur Morgunblaðsins, höfðu komið þokkalega út úr hruninu. Sumum hafði meira að segja tekist að selja hluti sína í föllnu bönkunum á elleftu stundu og losa peninga sína í fjárfestingarsjóðum þeirra.

Undir ritstjórn Davíðs Oddssonar hefur Morgunblaðið, sem nú er eitt eftir á dagblaðamarkaði, sokkið dýpra og dýpra. Sem fyrr segir hefur Svarthöfði veitt því eftirtekt að blaðinu er beitt af hörku gegn Degi B. Eggertssyni. Engin leið er að lýsa hatrammri baráttu blaðsins gegn honum öðru vísi en sem svæsnu einelti. Svarthöfði er nógu gamall og reyndur til að vita að slíkt einelti taka blaðamenn blaðsins ekki upp hjá sér sjálfir. Þetta er einelti sem runnið er undan rifjum Davíðs Oddssonar, sem í dag er bitur og heiftúðugur maður. Einu sinni var hann efnilegur, jafnvel skolli færi á sínu sviði, en af er það sem áður var.

Síðasta árásin á Dag var að hann hefði ekki drifið í að segja af sér embætti borgarfulltrúa um leið og hann var kjörinn þingmaður og því hefði hann fengið full ríflegan launatékka um áramótin, þegar ríkið borgaði honum laun fyrir desember og janúar og borgin fyrir desember.

Svarthöfði man vel eftir því þegar Davíð Oddsson, þá borgarstjóri, var fyrst kjörinn á Alþingi vorið 1991. 30. apríl það ár varð hann forsætisráðherra. Hann lét hins vegar ekki af embætti borgarstjóra fyrr en 16. júlí það sama ár. Í tvo og hálfan mánuð gegndi hann báðum embættum. Og ekki sagði Davíð af sér borgarfulltrúaembætti. Nei, hann sat sem borgarfulltrúi allt kjörtímabilið og hætti ekki í borgarstjórn fyrr en daginn sem Reykjarvíkurlistinn felldi meirihluta Íhaldsins í borginni.

Svarthöfði er ekki frá því að blaðamenn Morgunblaðsins kæmust í feitt í leit sinni að spillingu og óreiðu með almannafé ef þeir beindu sjónum sínum að ferli hins aldna og önuga ritstjóra sem sigar þeim á þá sem honum er í nöp við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!