fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Eyjan
Mánudaginn 20. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur stundum reynst flokksformönnum þungt í skauti að gegna embætti utanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson voru báðir aðsópsmiklir utanríkisráðherrar og báðir lentu í hremmingum í og með sínum flokkum, hvor með sínum hætti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Þorgerður Katrín - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín - 3

„Ég ber auðvitað virðingu fyrir þeim sem hafa verið áður í embætti utanríkisráðherra, en ég er bara Þorgerður, ég er ekki þeir, og reyndar vil ég benda á að Halldór Ásgrímsson sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og mér undurgott að vinna með honum, ég var með honum í ríkisstjórn 2003-7 og það var frábært að vinna með honum. En hann, vel að merkja, eftir átta ár í embætti utanríkisráðherra, frá ´95 til 2003, þá vinnur Framsóknarflokkurinn mikinn sigur, það er eins og fólk sé búið að gleyma því svolítið, að Framsókn sækir í sig veðrið eftir að Halldór er búinn að vera átta ár í embætti utanríkisráðherra.

En það fjaraði undan honum í hans eigin flokki.

„Já, en það var ekki af því að hann var utanríkisráðherra. Það voru önnur öfl og ýmislegt annað í samfélaginu sem gekk á á sínum tíma. En þetta er alveg rétt, þetta er ekki besta staðan kannski fyrir flokksformann hverju sinni en um leið er spurningin líka um það hvernig við vinnum þetta. Fyrir okkur í Viðreisn er auðvitað mikilvægt að undirstrika það að við erum alþjóðasinnaður flokkur, við teljum, burtséð frá Evrópumálunum, þá teljum við það skipta okkur mjög miklu máli að vera í mjög góðu sambandi við umheiminn. Þó að við séum eyland þá megum við ekki haga okkur þannig.

Ég hef líka sagt að ég vilji draga fram af hverju utanríkisþjónustan er mikilvæg fyrir fólkið í landinu; af hverju erum við með greiðan aðgang að góðu kaffi, af hverju erum við með greiðan aðgang að hrávörum og viðskiptum? Af hverju erum við búin að opna markaði fyrir stórkostleg íslensk fyrirtæki og þau ná fótfestu annars staðar, hvort sem það er Össur eða Marel eða Kerecis. Þetta byggir líka á því að við höfum byggt upp sambönd og erum að rækta þau og þurfum að gera það áfram. Við þurfum að segja við fólkið af hverju utanríkisþjónustan skiptir máli fyrir öryggi borgaranna því að við séum hér með gæslu þegar kemur að sæstrengjum. Það skiptir máli fyrir okkur að vera í sambandi við, hvort sem það eru Bandaríkjamenn eða aðrir bandamenn okkar í Nató, til þess einmitt að tryggja það að það séu ekki hér önnur öfl sem geti haslað sér völl, eða bara landið þegar svo ber undir. Við megum ekki gleyma því að við höfum verið hertekin einu sinni, í byrjun maí 1940, og þetta getur gerst aftur. Eins og ég segi, einfeldni er ekki í boði.“

Já, þú ert varnarmálaráðherra.

„Já, við vorum alveg einhuga í því, Inga, Kristrún og ég, að við munum gera það sem þarf í stjórnkerfinu til þess að ýta undir varnarmálahliðina, gera það sem þarf þar.“ Þorgerður segist vilja færa utanríkisþjónustuna nær fólkinu í landinu. „Ég ætla t.d. að fara um landið. Ég ætla t.a.m. að gera það sem ég gerði í embætti sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra, að flytja skrifstofuna út á land reglulega og bjóða upp á viðtalstíma úti á landsbyggðinni. Fara á Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði, suðurlandið, Keflavík, bara til þess að passa upp á það að við séum aðgengileg. Mér fannst þetta gefast mjög vel á sínum tíma, 2017. Það er þessi dásamlega jarðtenging sem er enn í stjórnmálunum hér á Íslandi, og við þurfum að passa upp á hana og viðhalda henni og þetta er það sem ég ætla mér að gera og þó að utanríkismál geti verið stundum fjarlæg, við megum ekki vera að tala úr háloftunum, yfir fólk.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður
Hide picture