fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði
Laugardaginn 18. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn kemur stendur mikið til vestanhafs. Þá verður 45. forseti Bandaríkjanna settur í embætti 47. forseta eftir kostulega atburðarás, sem ekki væri hægt að skálda.

Af því tilefni hefur sett nokkurn ugg að hluta jarðarbúa enda benda yfirlýsingar Donalds Trump, í kosningabaráttunni og á þessu sérkennilega tímabili frá því úrslit lágu fyrir þar til hann tekur við stjórnartaumum, eindregið til að kveða muni við nýjan tón vestur þar – ekki síst í utanríkispólitík stórveldisins.

Svarthöfði á til að vera ögn heimóttarlegur og hugsa einkum sér nær. Hann verður því að gangast við því að láta sér í léttu rúmi liggja hvort sporna eigi við fólksflutningum til Bandaríkjanna eða stórauka tolla á vörur frá fjarlægum löndum. En þegar hinn kjörni forseti segist ætla að kaupa Grænland varð Svarthöfða ekki um sel. Á góðum sólardegi hefði þetta verið flokkað sem eins konar pabbabrandari, en um leið og pabbinn sendir son sinn á einkaþotu sinni til Grænlands virðist sem hugur fylgi máli.

Nú er ekki hægt að slá því föstu að Trump viti hvar Grænland er á jarðarkúlunni eða almennt hvernig málum er háttað á því landi og ekki síður samband þess við Danmörku.

Danir hafa hins vegar tekið mark á þessu þrugli í forsetanum verðandi og þvertekið fyrir að hægt sé að kaupa Grænland. Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur hefur ítrekað vísað þessum áformum hins kjörna forseta á bug og aftekið þau með öllu.

Trump hefur í framhaldinu látið í veðri vaka að vel gæti hugsast að Danmörku verði bætt á ofurtollalistann fyrrnefnda.

Svarthöfði leynir því ekki að þá bærðu brosviprur á sér. Hinn verðandi forseti hefur þá gleymt því að í Danmörku er starfrækt merkilegt lyfjafyrirtæki Novo Nordisk, sem þróað hefur, framleitt og markaðssett Ozempic og Wegovy – hvort tveggja einhver eftirsóttustu lyf nú um stundir. Náttúra þessara lyfja er að notendur þeirra hríðhorast og menn verða hoj og slank á ný.

Og hvar skyldi þeirra vera mest neytt? Í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Svarthöfða virðist nógu erfitt að ná byssum af almenningi þar vestra, en ætli menn að svipta þá ofurfeitu þjóð voninni um spengilegan líkamsvöxt er ekki víst að verðandi forseta verði kápa úr því klæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
EyjanFastir pennar
17.01.2025

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
12.01.2025

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
EyjanFastir pennar
11.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast