fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fregnir berast af því þessa dagana að lítið þokist í kjaraviðræðum kennara við hið opinbera. Eitthvað ku deiluaðilar vera að tala saman, búið að boða aftur til fundar í Karphúsinu, en svo virðist sem himinn og haf skilji að kröfur kennara og það sem viðsemjendur þeirra eru tilbúnir að fallast á. Formaður kennara segir kröfuna einfalda – kennarar vilji fá markaðslaun.

Svarthöfði hefur lengi fylgst með málefnum líðandi stundar hérlendis og erlendis og ávallt hefur hann klórað sér í hausnum yfir því hvernig á því stendur að hér á landi þarf að gera hundruð kjarasamninga í hverri samningalotu á meðan annars staðar, í milljónalöndum, er gjarnan hægt að telja þá á fingrum annarrar handar eða svo. Hvernig stendur á því að í okkar fámenna landi virðist nánast hver kaffiklúbbur þurfa að gera eigin kjarasamning þegar milljónaþjóðirnar afgreiða málin á einu bretti?

Svarthöfða finnst krafa formanns kennara um markaðslaun til handa kennurum kostuleg. Hvað eru eðlileg „markaðslaun“ fyrir stétt sem þegar á heildina er litið fær u.þ.b. fjórum til sex vikum lengra frí á ári hverju en starfsfólk á almennum vinnumarkaði? Hvað er eðlilegt þegar horft er til þess að veikindaréttur er mun rýmri og starfsöryggi meira hjá kennurum en þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði? Er það einhvers virði að geta gengið út af sínum vinnustað í síðasta lagi kl. 16 á nánast hverjum einasta vinnudegi?

Svarthöfða finnst eðlilegri nálgun, þegar horft er til kjarasamninga kennara, að líta til samanburðar á starfskjörum kennarastéttarinnar og starfskjörum sérfræðinga á almennum markaði í stað þess að einblína á launin ein.

Einnig mætti horfa til annarra landa. Skólaárið er styttra á Íslandi en í öðrum löndum, t.d. Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. Þar er skólaárið um 11 mánuðir, eða svipað og starfsárið hjá foreldrum. Það hefur ekki farið fram hjá Svarthöfða að íslensk skólabörn hafa verið að dragast aftur úr skólabörnum í öðrum löndum samkvæmt PISA könnunum. Er hugsanlegt að ástæðan fyrir því sé að einhverju leyti sú að forystufólk íslenskra kennara einblíni á laun og önnur starfskjör kennara í kjarasamningum og skólastarfið og hagur skólabarna sé afgangsstærð?

Þá er Svarthöfði mjög hugsi yfir því að þetta stutta skólaár og mögulega stuttur skóladagur geti haft slæm áhrif á börnin á ýmsan hátt annan en þann að þau læri ekki nóg í skólanum. Hætt er við að það geti leitt til félagslegra vandamála þegar börn ráfa um í reiðileysi eftir skóla á daginn og meira og minna hálft sumarið vegna þess að foreldrarnir þurfa að vera í vinnu þótt börnin séu í fríi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði