fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Ólafur Arnarson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ávöxtunarkrafa á ríkisvíxla var hærri í fyrsta útboði ársins en í síðasta útboði ársins 2024 í desember. Þetta þýðir að fjármögnun á innlendum markaði er dýrari nú en í desember. Aðilar á markaði segja veislu ríkja fyrir fjárfesta á kostnað lántakenda.

Samtals voru samþykkt tilboð í víxla upp á ríflega 53 milljarða króna og vextir á sex mánaða víxlum voru 8,25 prósent og þriggja mánaða víxlarnir voru með 8,41 prósent. Í útboðinu í desember voru vextir á sex mánaða víxlum 8,17 prósent og 8,39 prósent á þriggja mánaða víxlunum.

Þetta þýðir að fjárfestar búast við að vaxtalækkunarferli Seðlabankans verði hægara en áður var gert ráð fyrir. Mikil umsvif ríkisins á innlendum lánsfjármarkaði þrýsta ávöxtunarkröfu upp og gera það að verkum að fjármögnunarkostnaður allra hækkar á markaði og á endanum eru það lántakendur í bönkum sem bera þann kostnað í formi hærri vaxta á m.a. húsnæðislánum.

Aðilar á íslenska fjármálamarkaðnum segja að ríkisvíxlaútboðið núna sé í raun veisla fyrir fjárfesta á kostnað lántakenda. Bent er á að ríkið geti lækkað sinn eigin vaxtakostnað með því að taka erlent lán sem gæti verið upp á milljarð evra, nálega 145 milljarða á genginu í dag. Slík lántaka myndi ekki aðeins lækka vaxtakostnað ríkisins verulega heldur þyrfti þá ríkið ekki að vera jafn frekt til fjárins á innlendum fjármálamarkaði; minni eftirspurn frá ríkinu eftir lánsfé myndi lækka ávöxtunarkröfuna og lækka útlánsvexti í bankakerfinu.

Þessu tengt má geta þess að í Evrópu óttast aðilar á fjármálamarkaði nú að of háir vextir kunni að valda því að verðbólga á evrusvæðinu vari niður fyrir tvö prósent sem eru lægri mörkin sem Evrópski seðlabankinn miðar við. Ávöxtunarkrafa á eru skuldabréf hefur hækkað undanfarna daga vegna fregna af minna atvinnuleysi í Bandaríkjunum en búist hafði verið við. Nú óttast fjárfestar að Evrópski seðlabankinn muni halda að sér höndum og ekki lækka vexti eins hratt og áður hafði verið búist við, m.a. vegna væntinga til þess að Bandaríski seðlabankinn hægi á vaxtalækkunarferli sínu.

Margir hagfræðingar telja að Evrópski seðlabankinn hafi farið of hægt í vaxtalækkunarferli sitt og hættan nú sé að háir vextir hamli hagvexti á evrusvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar