fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Eyjan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 16:15

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er nýr formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands en skipanin var samþykkt á síðasta fundi Háskólaráðs. Hún tekur við af Daða Má Kristóferssyni sem hefur tekið við embætti sem efnahags- og fjármálaráðherra.

Greint er frá tíðindunum á vef Háskóla Íslands og þar er haft eftir Katrínu:

Mér er sýnt mikið traust með þessu verkefni en Fasteignir HÍ er félag í mótun sem hefur gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna við framtíðaruppbyggingu á háskólasvæðinu. Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni.“

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þakkar Katrínu fyrir að hafa tekið verkefnið að sér á Facebook-síðu rektors.

Auk Katrínar sitja Guðmundur R. Jónsson, Hrafn Hlynsson, Íris Huld Christersdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir í stjórn félagsins.

Fasteignir Háskóla Íslands voru sett á laggirnar árið 2021. Hlutverk félagsins er að leigja aðstöðu undir starfsemi Háskóla Íslands, svo sem kennslu, vísindarannsóknir og nýsköpun ásamt ráðstefnum og þess háttar viðburðum. Fasteignir Háskóla Íslands telja nokkra tugi og eru samanlagt um 100 þúsund fermetrar að stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör