fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Eyjan
Laugardaginn 26. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir forystu flokksins í Reykjanesbæ og segir hana hafa bolað sér í burtu af framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Það hafi átt sinn þátt í að flokkurinn hafi misst eitt þingsæti í kjördæminu.

Ásmundur var fyrst kjörinn á þing fyrir Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 2013. Hann vildi bjóða sig aftur fram í kosningunum 30. nóvember síðastliðinn en Sjálfstæðisflokkurinn afþakkaði að hafa hann á framboðslistanum í kjördæminu.

Komið út af listanum

Ásmundur er búsettur í Reykjanesbæ og í nýlegu viðtali við Víkurfréttir lýsir hann yfir miklum áhuga á að bjóða sig fram í næstu bæjarstjórnarkosningum, sem eiga að fara fram eftir rúmt ár. Hann segir þó ekkert ákveðið í þeim efnum og það sé einnig mögulegt að hann bjóði sig fram í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum og það hafi raunar verið rætt við hann. Hljóðið er almennt gott í Ásmundi í viðtalinu en þó ekki þegar talið berst að því að vera hans á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var afþökkuð. Ásmundur fer ekki í grafgötur með hverjir innan flokksins beri ábyrgð á því og hvaða áhrif hann telji þetta hafa haft á fylgi flokksins í kjördæminu:

„Það eru bæði hinn almenni sjálfstæðismaður og ekki síður fólk úr þverpólitísku umhverfi, hinn almenni bæjarbúi, sem hefur stutt mig frá því að ég fór á Alþingi. Minn styrkur liggur í stuðningi hins almenna kjósanda, sem yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá þriðja sætinu og fyrsta þingsæti Suðurkjördæmis. Það gerðist eftir að forystan hér í bæ kom mér út af listanum og við töpuðum öruggu þingsæti. Þeir kjósendur sem réru þá á önnur mið, standa enn við bakið á mér og það fólk fylgir mér hvað sem ég geri.“

Enn í flokknum

Ásmundur nefnir engin nöfn á því forystufólki Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem beitt hafi sér fyrir því að koma honum af listanum. Helsta forystufólk flokksins í bænum teljast væntanlega vera Margrét Sanders oddviti flokksins í bæjarstjórn og formenn flokksfélaganna í Reykjanesbæ, ásamt formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í bænum. Umræddir formenn eru, samkvæmt heimasíðu flokksins, Sigurgeir Rúnar Jóhannsson, Einar Þór Guðmundsson, Guðbergur Reynisson og Logi Þór Ágústsson.

Í alþingiskosningunum 2021 fékk Sjálfstæðisflokkurinn um fjórðungsfylgi í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn, þar á meðal var Ásmundur.

Í kosningunum 2024 fór fylgið niður í 19,6 prósent og þingsætunum fækkaði í tvö.

Þrátt fyrir það sem á undan er gengið hefur Ásmundur haldið tryggð við Sjálfstæðisflokkinn og hafnaði umleitunum annarra flokka um að fá hann í framboð í Suðurkjördæmi. Hann tók síðan virkan þátt í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í formannskjöri í flokknum. Það er því varla við öðru að búast en að fari Ásmundur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ eða annars staðar á Suðurnesjum að það verði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi