fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Eyjan
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstaðan virðist ekki vera búin að skilgreina hlutverk sitt og nær illa að fóta sig. Það á ekki bara að ganga út á að vera á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir. Stjórnin er að koma með mörg stór mál inn í þingið. Mörg þeirra lúta að innviðauppbyggingu, sem mikil þörf er á. Innviðaskuldin virðist vera farin að standa áframhaldandi vexti í ferðaþjónustu fyrir þrifum. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 1

„Það skiptir auðvitað máli að átta sig á því að stjórnarandstaða snýst ekki bara um að vera á móti öllu því sem stjórnin gerir heldur sýna málefnalegt aðhald í málum þar sem það á við en styðja góð verk og reyna að leggja þá frekar mark sitt á það,“ segir Hanna Katrín.

Hún býst við því að eiga eftir sem áður uppbyggilegt samstarf við þingmenn stjórnarandstöðunnar líkt og stjórnarflokkanna um þau málefni sem heyra undir hennar ráðuneyti sem séu býsna margþætt.

„Undirliggjandi atriði í þessu ráðuneyti eru náttúrlega verðmætasköpun fyrir samfélagið og þar eru mjög mörg mál á döfinni. Við erum að fara af stað í haust, þá verður lagt fram aftur frumvarp sem skerpir á lagaramma um lagareldi. Þar er nú sannarlega mikil verðmætasköpun undir en við vitum líka að þetta er mjög umdeilt málefni og það skiptir máli að gera þetta vel. Það hefur verið vandað mjög til verka í ráðuneytinu og þetta mun verða unnið áfram í sumar.“

Hanna Katrín segir innviðauppbyggingu vera fram undan, sem ekki sé síst ætluð til að koma hinum dreifðari byggðum til góða þegar kemur að samgöngumálum. „Það skiptir auðvitað máli við atvinnuuppbyggingu á þessum stöðum. Ég get t.d. talað um ferðaþjónustuna, þar þarf að fara í innviðauppbyggingu vegna þess að við vitum að eitt af því sem er farið mögulega að standa áframhaldandi vexti fyrir þrifum er að það er svo mikil ásókn í okkar vinsælustu áfangastaði, náttúruperlur, að það er ekki bara farið að hafa slæm áhrif á staðina sjálfa og náttúruna okkar heldur erum við farin að heyra slíkar umsagnir frá ferðamönnum.“

Hún segir engan vafa leika á því að mikil þörf sé fyrir fjárfestingu í innviðauppbyggingu í tengslum við ferðaþjónustuna. „Ég er þeirrar einlægu trúar, eins og ég trúi því að flestir séu, að það sé markaðinum til góða að það sé öflug og góð samkeppni og að öflugt samkeppniseftirlit sé hluti af því. Skilvirkni í samkeppniseftirliti er gríðarlega mikilvægur hluti af öflugu atvinnulífi. Það er hlutur sem við erum að fara í og ég er ekki einu sinni byrjuð að tala um landbúnaðinn þar sem eru náttúrlega brjálæðisleg tækifæri fram undan.“

Gaman að nefna hann í tengslum við samkeppni og samkeppniseftirlit.

„Já, já, nákvæmlega. Þetta eru endalausir hlutir og við erum líka að tala um sameiningu stofnana sem er held ég hluti af verkefnum allra ráðuneyta. Við Logi Einarsson tókum náttúrlega fyrsta verkefnið að okkur þar sem við sameinuðum ráðuneyti og tókum sitt hvort hlutann af því. Nú er verið að skoða sameiningu stofnana þannig að það verður líka mjög mikilvægt. Í sjávarútvegi er það að styrkja hafrannsóknir vegna þess að það þarf að gera það til að vera á tánum þar. Það eru blikur á lofti þegar kemur að ákveðnum fiskistofnum og því öflugri sem Hafrannsóknarstofnun er því betur erum við í stakk búin til að veita ráðgjöf.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Hide picture