fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Eyjan
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stafræna byltingin er í raun og sann sannkölluð bylting með ómæld tækifæri fyrir okkur Íslendinga sem erum fámenn þjóð í stóru landi, langt frá mörkuðum. Með stafrænu byltingunni verður til stafræn óefnisleg vara sem kemst heimshorna á milli á örskotsstund. Í þessu felast gríðarleg tækifæri fyrir okkur. Hugvitið ýtir undir verðmætasköpun í landinu. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Logi Einarsson - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Logi Einarsson - 2

„Grunnurinn að því að við getum haldið áfram að auka verðmætasköpun í landi er að nota hugvitið meira og hugvitið er að mörgu leyti skemmtilegra en aðrar auðlindir vegna þess að það eykst eftir því sem þú notar það meira,“ segir Logi.

Hann segir ríkisstjórnina horfa til þess að hugvitið geti hjálpað okkur að kreista meiri verðmæti úr áþreifanlegum auðlindum sem við þekkjum til sjávar og sveita. „Svo er auðvitað þessi stafræna bylting gríðarlega áhugaverð. Við höfum alltaf haft þær takmarkanir að við höfum verið fámenn þjóð í stóru landi, mjög langt frá mörkuðum, og það hefur auðvitað takmarkað okkur en þessi nýja stafræna, óefnislega vara sem getur ferðast heimshorna á milli á nokkrum sekúndubrotum, krefst ekki margra handa heldur góðra hausa, það eru alveg ótakmarkaðir möguleikar þar.“

Ef þú horfir yfir ráðuneytið og málaflokka þess, hver eru stóru verkefnin fram undan? Hvar munt þú fyrst taka til hendinni núna? Þú ert auðvitað kominn í gang en hvar eru svona stóru áherslurnar í þessu?

„Stóra áherslan hjá okkur verður á nýsköpun, gervigreind, að fá hið opinbera til þess að nýta sér þannig að það skapist meira svigrúm til að veita betri þjónustu og nýta hluti betur. Menningin þarf að hafa sinn sess í öllum siðmenntuðum samfélögum og við þurfum bara að standa vörð um hana. Hún er það sem í rauninni lifir okkur öll um aldir. Síðan eru það háskólarnir sem eru auðvitað svona olíuskipið í ráðuneytinu, stór og fjárfrekur málaflokkur …“

Já, margir háskólar í ekki svo fjölmennu landi.

„Já, og það er alveg örugglega hlutur sem við verðum að skoða rækilega. Það er alveg farið að vinna að því og fyrri ráðherra hafði hafið þá vegferð. Við þurfum bara að nota okkar aura eins vel og við mögulega getum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Hide picture