fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. mars 2025 10:58

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir pistlahöfundar hafa að undanförnu mælt með aðild að Evrópusambandinu á þeim forsendum að þá yrðu Íslendingar öruggari en þeir eru núna.  Þessi málflutningur á sér líklega helst rætur í því að fjarað hefur undan rökunum sem byggja á peningamálum, ekki síst eftir skeleggar útskýringar Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors á síðum Morgunblaðsins og víðar.

Margir telja bestu vörn Íslendinga felast í herleysi.  Vera má að herlaus þjóð geti staðið höllum fæti við að tryggja starfsöryggi eigin ríkisstjórnar, en ekki endilega þegar kemur að öryggi þjóðarinnar, sem mestu máli skiptir. Herlaus þjóð getur nefnilega ekki farið í stríð.  Herlaus þjóð hefur rödd og penna, sem kunna að reynast betur en sverð.  Lítið heyrist frá þessum hópi, en hann er stór og vel má vera að þar sé hinn þögli meirihluti.

Þá er sá hópur fólks sem leggur meiri áherslu á að tryggja öryggi með vopnum og er þá ekki alltaf gerður greinarmunur á starfsöryggi ríkisstjórnar og öryggi einstaklinganna sem landið byggja.  Sá hópur, sem kannski er stór, og á sér líklega sniðmengi með þeim sem aðhyllast herleysi Íslands, hefur sér til halds að Ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu og að tvíhliða samningi við langstærsta herveldi heims um þessi mál.  Engar vísbendingar eru um að sá samningur sé í uppnámi.  Ekkert bendir heldur til þess að Bretar og Bandaríkjamenn muni láta það yfir sig ganga að stórveldi, sem þeim er andsnúið nái fótfestu á Íslandi, óháð öllum samningum.

Getur verið að öryggi Íslendinga verði betur tryggt með því að ganga í hernaðarbandalag með því sem eftir er af Evrópusambandinu?   Þar er í forsvari utanríkismálastjóri sem ræðir opinskátt um að skipta Rússlandi upp, leiðir stórfellda hervæðingu bandalagsins og talar á þann veg að það eitt skipti máli að hans lið sigri í stríðinu í A-Evrópu.  Engu máli virðist skipta að þar á Evrópusambandið höggi við mesta kjarnorkuveldi í heimi sem ætlar sér augljóslega ekki að gefast upp og virðist vera búið að fá Bandaríkin í lið með sér.  Með aðild að Evrópusambandinu væri Ísland ekki bara í andstöðu við Rússa, heldur líka með óbeinum hætti við Bandaríkin.  Óljóst er hvað það hefði í för með sér.

Hugmyndin um að öryggi á Íslandi batni með því að þjóðin verði að þegnum Evrópusambandsins er augljóslega út í bláinn.  Það mundi minnka.

Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands (heimssyn.blog.is)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““