fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Eyjan
Sunnudaginn 30. mars 2025 11:30

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir úr röðum minnihlutans í Kópavogi varðandi fyrirhugaða lækkun á kjörum kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Segir hún að um útúrsnúning og pólitískt leikrit sé að ræða sem byggi ekki á staðreyndum.

DV fjallaði um gagnrýnina á föstudaginn en hún snýr að tillögu frá meirihlutanum um lækkun launa bæjarfulltrúa bæjarins um 10 prósent sem og þeirra sem sitja í hinum ýmsu ráðum og nefndum bæjarins. Ásdís mun rétt eins og aðrir bæjarfulltrúar verða fyrir þessari skerðingu af hluta launa sinna en ekki af öðrum hluta sem starfsmaður bæjarins. Reiknast minnihlutanum til að heildarlaun Ásdísar séu því aðeins að lækka um 1,8 prósent.

„Hér er mikilvægt að halda okkur við staðreyndirnar. Starfshlutfall bæjarfulltrúa er í dag 28% og flestir bæjarfulltrúar sinna því öðrum störfum samhliða. Hvað mín laun varðar þá er ég annars vegar starfsmaður Kópavogsbæjar og hins vegar kjörinn fulltrúi, heildarlaun mín endurspegla það. Nú er verið að leggja til að lækka starfshlutfall bæjarfulltrúa með það fyrir augum að hagræða. Ég sem kjörinn fulltrúi og einnig bæjarfulltrúi er því að taka á mig sömu launalækkun af sama starfshlutfalli og aðrir kjörnir fulltrúar,“ sagði Ásdís þegar DV leitaði viðbragða hennar við gagnrýninni.

Margrét Tryggvadóttir, sem situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar, tók sérstaklega djúpt í árina í gagnrýni sinni. „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs,“ skrifaði Margrét meðal annars í færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi tillöguna.

Ásdís gefur lítið fyrir þessa gagnrýni en gagnrýnir orðfæri Margrétar.

„Fullyrðingar Margrétar og minnihlutans um að bæjarstjóri sé ekki að taka á sig sambærilega launalækkun eru útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu. Ummæli og ásakanir Margrétar eru jafnframt umhugsunarverð, það er eitt að vera ósammála en annað að nota orðfæri sem vart eru sæmandi fyrir barnabókahöfund en því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég hef séð ummæli af þessu tagi koma frá henni. Mögulega er hún sjálf óhress með að laun hennar sjálfrar eru að lækka, en hún situr í umboði Samfylkingarinnar í nefndum hjá Kópavogsbæ og þiggur greiðslu fyrir það,“ segir Ásdís.

Hún segir að í umræðum í bæjarráði hafi hún ekki heyrt betur en þverpólitísk sátt væri um að lækka umrædd laun allra kjörinna fulltrúa sem og fulltrúa í nefndum og ráðum.

En af umræðum í bæjarráði heyrði ég ekki betur en að það væri þverpólitísk sátt að lækka laun kjörinna fulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum.

„Í því ljósi tel ég rétt að Margrét ætti að eiga samtal við sinn oddvita í Samfylkingunni ef hún er ósátt að fara þessa leið,“ segir Ásdís.

Hún bendir á að til viðbótar við umræddar breytingar sé hún að leggja fram launafrystingu á æðstu stjórnendur bæjarins og þar sé bæjarstjóri meðtalinn. Þannig munu lykilstjórnendur bæjarins taka á sig raunlækkun á árinu í ljósi þess að árshækkun launavísitölu Hagstofunnar sé níu prósent.

„Ég er mjög stolt af þeim hagræðingartillögum sem hafa verið lagðar fram. Þær eru skynsamar og hafa engin áhrif á grunnþjónustu við bæjarbúa. Hér er því ekki verið að fara í niðurskurð. Við erum með þessum aðgerðum að bregðast við kostnaðarhækkunum vegna kjarasamninga kennara og munum að sjálfsögðu áfram standa vörð um ábyrgan rekstur,“ segir Ásdís ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““