„Fullkomlega galið, þessi sökkvandi skúta sem Evrópusambandið er. Og allar þessar áskoranir og vandræði sem sambandið stendur frammi fyrir. Það verður reynt að klæða þetta í einhvern búning að þetta sé risastórt öryggis- og varnarmál þegar loksins Evrópusambandið stendur loksins frammi fyrir því að horfast í augu við sjálft sig í speglinum og vera að taka til í sínum málum þegar kemur að öryggis- og varnarmálum,“
segir Diljá Mist sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Segir hún varnarsamning við Bandaríkin vera grunninn að öryggis- og varnarmálum Íslands, ásamt aðild okkar að NATO.
„Auðvitað er ánægjulegt að Evrópusambandið skuli vera vaknað upp af værum svefni, ég segi það ekki. En þarna er auðvitað bara verið að reyna að villa um fyrir fólki og hræða það. Það sem er ekki fráhrindandi. Það erum við með nú þegar í gegnum EES-samstarfið. Og það er eitthvað þar sem að við kyngjum líka sem er ekki eins spennandi. Við höfum metið þetta svo að við höfum meiri ávinning af því, að kostirnir séu fleiri heldur en gallarnir. Hingað til höfum við metið það þannig. Við erum með allt það besta í gegnum EES-samninginn. Af hverju ættum við að taka restina inn?“
Segir Diljá Mist að ítrekað sé talað um aðildarviðræður þegar talað er aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það rétta er að um sé að ræða aðlögunarviðræður (e. accession).
„Þetta eru viðræður um það hvað við erum tilbúin til að gera til að laga okkur að Evrópusambandinu. Hvernig við getum komist þangað inn. Hvaða breytingar við erum tilbúin til að gera. Ráða hundruð manna til viðbótar í tolleftirlit og svo framvegis og svo framvegis. Hvað við getum gefið mikið eftir af fiskimiðunum okkar og allt þar fram eftir götunum. Og það er enginn afsláttur veittur af þessum stofnsáttmálum í Evrópusambandinu. Það hefur aldrei verið gert og verður aldrei gert. Þannig að við þurfum ekkert að kíkja í pakkann.“
Segir hún ekkert hafa breyst frá síðustu vegferð, síðustu aðildarviðræðum, þegar vinstri stjórn var við völd.
„Og síðan eftir að sú stjórn hrökklaðist frá völdum, þá var þetta kerfi ekki endurreist fyrr en að Sjálfstæðisflokkurinn tók við utanríkisráðuneytinu. Það var bara það sem gerðist og á þeim tíma sem þetta gat hafði myndast í hagsmunagæslunni, þá er bara ýmislegt slæmt sem lak inn sem við erum enn í dag að súpa seyðið af.“
Diljá Mist ræðir einnig innflytjendamálin og segir mikilvægt að þeir sem hingað flytji aðlagist samfélaginu.
„Innflytjendur eru ekki bara innflytjendur. Innflytjendur þeir aðlagast mjög misvel, og þeir sem hafa til dæmis þakkað mér mikið fyrir að vera að taka þessa umræðu eru Pólverjar á Íslandi. Til dæmis í Danmörku, þá mælast þeir sem mjög góðir þátttakendur og aðlagast mjög vel að dönsku samfélagi og þeir vilja mjög gjarnan að þessar upplýsingar séu uppi á borðum af því að þeir verða fyrir fordómum og aðkasti þegar er verið að tala um útlendinga og innflytjendur bara sem einhvern einn hóp, sem þeir sannarlega eru ekki, ekki frekar en Íslendingar.“
Segist Diljá Mist vilja hafa þessar upplýsingar sundurgreinilegar þannig að ef sjást einhver merki um vandræði sem eru sammerkt með hópunum.
„Bíddu, hvernig eigum við að geta brugðist við ef við höfum ekki upplýsingarnar? Hvernig eigum við að geta brugðist við vandanum? Ég er búin að leggja fram þingmál í tvígang um nákvæmlega þetta, um mælaborð um innflytjendur, um bara aukna upplýsingagjöf. Það er einmitt að norrænni fyrirmynd. Við erum með nákvæmlega svona upplýsingagjöf í öllum Norðurlöndunum.“
Segir Dilja Mist upplýsingagjöf komna skemmst á veg í Svíþjóð, en til dæmis í Finnlandi sé hægt ð fá mjög greinargóðar upplýsingar um stöðu innflytjenda brotið niður eftir þjóðerni viðkomandi.
„Og ég hef lagt þetta mál fram núna í tvígang um að við verðum með svona mælaborð. Fyrst lagði ég fram upplýsingafyrirspurn um hvort við ættum þessar upplýsingar til. Þá kom bara svarið nei. Af hverju eigum við þessar upplýsingar ekki til? Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi.“
Segir hún það ekki skipta hvort það svona mál komi frá stjórn eða stjórnarandstöðu enda hafi hennar flokkur verið í stjórn þegar hún lagði málið fyrst fram.
„Þetta hefur bara smám saman verið að verða minna og minna feimnismál. Og bara eins og það að óska eftir upplýsingum, óska eftir því að upplýsingar séu opinberar, að það sé allt í einu orðið eitthvað feimnismál, það er auðvitað bara galin hugmynd. Við verðum auðvitað að hafa þessar upplýsingar alveg eins og nágrannaþjóðirnar okkar gera til þess að geta brugðist við ákveðnum áskorunum. Og þá erum við að tala um félagslega þætti, við erum að tala um atvinnuþátttöku, við erum að tala um refsitíðni, við erum að tala um menntun, tungumálakunnáttu og annað sem við verðum að hafa upplýsingar um.
Og ég segi það bara fullum fetum að ef við rekum okkur á það, ef við sjáum það að hingað er að koma hópar af fólki frá ákveðnum menningarsvæðum og heimshlutum sem aðlagast ekki íslensku samfélagi, þá er þetta ekki fólk sem við viljum fá hingað. Það er bara þannig.“