fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Eyjan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í lagi að skipta um skoðun ef maður fær góð rök sem breyta viðhorfi manns: Bestu fundirnir með fólki eru fundir þar sem maður skiptir um skoðun. Fólk sem aldrei skiptir um skoðun er fólk sem hættir að vera forvitið og er upptekið við að sannfæra alla alltaf um að það hafi rétt fyrir sér. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjórinn í Reykjavík, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Heiða Björg - 6
play-sharp-fill

Eyjan - Heiða Björg - 6

„Ábyrgð okkar sem erum svona að komast yfir þennan miðjan aldur, hver sem hann er, eða erum að nálgast hann, segjum það bara, og fáum tækifæri til þess að þróa svæðið okkar áfram, sem er náttúrulega bara ótrúleg forréttindi að vera treyst fyrir, að við séum alltaf að horfa til allra hópa. Síðan er eldra fólk, það er fatlað fólk, það er alls konar fólk sem þarf að nota sína bíla og það er enginn að hnýta í það. Síðan Ekki nokkur manneskja. Þannig að þetta sem að oft er gert í pólitíkinni, alltaf að búa til svart og hvítt, andstæður, það er mikið verið núna að nota flugvöllinn sem eitthvað sem sýni að Reykvíkingar hugsi bara um sig af því þeir vilja fá rök fyrir því af hverju við eigum að höggva svona stóran hluta af Öskjuhlíðinni,“ segir Heiða Björg.

Hún segir að í Reykjavík séu ábyrg stjórnvöld sem vilji fá rökin og skilja. „Við viljum fá bréf. Við viljum ekki bara ganga út og höggva. Þetta eru verðmæti fyrir okkur. Við þurfum alltaf að hugsa meira í lausnum og vera meira kannski að tala saman heldur en að vera alltaf að reyna að búa til andstæðing í öllu og það er kannski það sem að maður sér líka bara alþjóðlega. Þessir andstæðu pólar sem er verið að reyna að búa til í öllu og allir séu spilltir og vondir og þá missir fólk trú á lýðræðinu og missir trú á samfélaginu og traust og það er bara hættulegt umhverfi.“

Já, það eru viðsjárverðir tímar.

„Já, víða. Og ef við ætlum að fara að búa til hér sjálf til andstæðinga í hverju horni, þá erum við að kalla það sama yfir okkur líka hérna.“

Já, já. Svo nefndirðu áðan að meirihlutinn, sem að hefur ekki mikinn tíma á þessu kjörtímabili, hann stefnir á að fá meiri tíma.

„Já, ég stefni klárlega á að fá meiri tíma í þessu hlutverki til þess að geta þróað borgina áfram. Það er mikilvægt að það fólk sem situr hér hafi sterka sýn fyrir Reykjavík, að það sé að hlusta, þú veist, hlusta á íbúana. Þú sért að nýta það sem kemur frá þeim og reyna að þróa borgina með fólkinu, en samt með þá sýn um hvert þú vilt fara. Af því maður getur ekki brugðist við, þú veist, það er einmitt að með samráðið að fólk er ekki ánægt með samráð nema allir séu sammála því sem þar segir. Samráð er ekki þannig. Mér finnst alltaf, og ég hef alltaf sagt það, bestu fundir sem maður fer á með fólki er þegar maður skiptir um skoðun, af því þá hefur maður ekki séð, þú veist, það verður eitthvað sem að opnast fyrir manni, eitthvað sjónarhorn sem maður hafi ekki áttað sig á. Og þess vegna er svo mikilvægt að ganga opinn til samtals og hlusta og meta og vera í hóp, festa sig ekki í skotgröfum.“

Heiða Björg segir í góðu lagi að skipta um skoðun. „Það er í lagi ef þú færð betri rök. Til dæmis, ég var nýflutt hingað og þessi fræga atkvæðagreiðsla um flugvöllinn var. Þá sagði ég að hann ætti að vera kyrr. Ég var ekkert búin að kynna mér málið betur en það. Mér fannst það bara sjálfsagt að Reykjavíkurflugvöllur ætti bara að vera nákvæmlega á sama stað og skildi ekki af hverju þurfti akkúrat einhvern veginn að þróa það að það svæði einhvern veginn öðruvísi. Núna held ég að í framtíðinni muni hann fara. Ég veit ekkert hvort það verður á mínum tíma eða hvenær, en hann mun færa sig, hann mun fara á annan stað. Það er enginn flugvöllur svona inn í borg. Mér finnst allt í lagi að hafa skipta um skoðun á því og mörgu öðru. Það er bara fólk sem að hættir að vera forvitið og hættir að hlusta og meðtaka og er alltaf bara að reyna að koma öllum einhvern veginn í skilning um að það hafi rétt fyrir sér, mér finnst ekkert endilega að það ætti að vera mikið í stjórnmálum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
Hide picture