Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér í gær og því þarf Flokkur fólksins að finna nýjan mennta- og barnamálaráðherra. En hver tekur við keflinu? Hér hafa verið tekin saman nöfn nokkurra einstaklinga sem gætu hreppt hnossið. Um er að ræða núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins, framkvæmdastjóra þingflokks og aðila með mikla reynslu af menntamálum. Eins má finna tilnefningu sem kom frá engum öðrum en Bigga löggu.