fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Eyjan

Runólfur Ólafsson: Við flýtum okkur um of með gjaldtöku – nokkrar vikur hjá okkur en aðrir taka sér nokkur ár

Eyjan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar flýta sér um of hvort heldur um er að ræða fyrirkomulag gjaldtöku af ökutækjum eða uppbyggingu vegakerfisins. Stór hluti vegakerfisins er ekki með malbik heldur það sem eitt sinn var kallað olíumöl. Undirlagið er ekki gert fyrir alla þungaflutningana sem komnir eru til m.a. vegna fiskútflutnings í flugi. Það er á þessum hluta vegakerfisins sem hinar svonefndu vegablæðingar eru og við þurfum að búa við slíkar blæðingar allan ársins hring. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Runolfur 5
play-sharp-fill

Eyjan - Runolfur 5

„Við erum svolítið að ryðja brautina. Norðmenn hafa verið að skoða þessar leiðir og Bretar. Þar hugsa menn öðruvísi, þeir gefa þessu miklu lengri tíma og vilja koma í veg fyrir að einhverjir hnökrar séu á þessum breytingum. Íhaldsstjórnin í Bretlandi, áður en hún fór frá var hafin vinna við svona verkefni og þegar verkamannaflokkurinn tók við þá var þetta verkefni sett til hliðar en þeir eru búnir að taka það fram aftur með það að markmiði, ef þeir samþykkja þetta endanlega, að það verði farið út í þetta eftir þrjú ár,“ segir Runólfur.

Hann segir tímarammann vera miklu styttri hér á landi. Þegar lögin voru sett hafi verið skipaður starfshópur sumarið á undan. Menn hafi farið í sumarfrí o.s.frv. Svo hafi vinnan farið í gang og málið kynnt tveimur mánuðum fyrir áramót og komið til framkvæmda beint í kjölfarið. „Menn voru svo næstu vikur og mánuði að leysa úr fullt af vandamálum og eru ekki enn þá búnir að ná utan um vandamálin. Þetta er oft gott – að bjarga ef óvænt kemur fiskur á land, en þetta er öðruvísi.

Þú nefndir áðan eitt af vandamálunum hér, vegablæðingar. Ég man ekki eftir að hafa heyrt mikið um vegablæðingar. Nú hef ég búið í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.

„Já, flestum okkar finnst, ef það er svart yfirborðslag, að það sé malbik. Við þekkjum það hér á höfuðborgarsvæðinu og þar sem er mest umferð, á Akureyri o.s.frv., og þetta er komið eitthvað út frá höfuðborginni meðal annars. Svo tekur við ódýrara yfirborðslag sem menn kalla yfirleitt bara slitlag – við kölluðum þetta olíumöl í gamla daga. Það er ekki bara ódýrara heldur þolir það verr álag og við höfum stóraukið þungaflutninga. Eins og við töluðum um áðan; vegirnir eru lífæð samfélagsins. Menn eru að landa fiski á Austurlandi og Norðurlandi og þetta er komið á markað í fyrramálið í Evrópu sem ferskvara. Það væri ekki hægt án veganna. Við getum ekkert verið að tala um strandflutninga með slíkan varning.“

Runólfur segir að menn hafi farið í að setja olíumölina en oft hafi skort á að undirlagið væri ætlað fyrir svona mikla þungaflutninga. „Þegar trukkarnir koma og keyra við vissar veðurfarslegar aðstæður þá þrýstist vatnið ofan í undirlagið. Svo kemur frost og þá fer þetta að sprengja upp og olían leitar upp úr slitlaginu. Við þekkjum þessar sumarblæðingar en þetta eru vetrarblæðingar þannig að við erum með þetta allan ársins hring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Hide picture