fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Eyjan

Þórdís Kolbrún: Réttarríki þjóða brothætt nú um mundir – verðum að vera verðugur bandamaður

Eyjan
Mánudaginn 10. mars 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir friðartímar og sókn til lífskjara, frelsis og mannréttinda sem við höfum upplifað frá lokum Seinni heimsstyrjaldarinnar eru undantekning í mannkynssögunni. Auðvelt er að gera sér í hugarlund að allt geti þetta brotnað. Á þeim vályndu tímum sem við nú lifum skiptir máli fyrir okkur Íslendinga að standa vörð um okkar hagsmuni. Í því felst ekki að standa alein heldur að vera sannur vinur og verðugur bandamaður okkar bandalagsþjóða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar:

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Þórdís - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Þórdís - 4

„Við erum auðvitað í EES-samstarfi þar sem eru eingöngu þrjú ríki eftir. Það eru Ísland, Noregur og Liechtenstein sem er mjög fámennt ríki. Þótt september verði kominn áður en við vitum af þá er samt svo langt þangað til miðað við hraðann á þessu núna – hvar verðum við stödd bara eftir tvo mánuði, fjóra mánuði, sex mánuði …“

Eða bara viku.

„Jafnvel. Það er alveg rétt og þess vegna segi ég: Við erum í dag í þessu samstarfi sem skiptir okkur máli, sem er bæði þá Atlantshafsbandalagið, tvíhliða samningur við Bandaríkin, EES-samstarfið. Við vitum að við erum rík og sterk vegna þess að við seljum útlendingum vörurnar okkar og það gerum við í gegnum frjálst markaðshagkerfi, við gerum það í gegnum þessa fríverslunarsamninga, í gegnum það að réttarríki þjóða virki og aðfangakeðjur …“

Nú er sótt að einmitt þessu réttarríki þjóða.

„Já, og þá þarf maður að búa sig undir það hvað þýðir það ef það raunverulega brotnar. Fyrir þremur árum, þegar maður var að halda því fram að nú væri vegið að þessum grunni og þessu kerfi sem við byggjum tilveru okkar á þá voru sumur orðnir dálítið þreyttir á að heyra að við byggjum tilveru okkar á þessu og svona, en nú liggur það fyrir að það er að þessu vegið og ekki bara úr áttum sem við vissum heldur mögulega úr mjög óvæntum áttu,“ segir Þórdís Kolbrún.

Hún bætir því við að ljóst sé að við munum þurfa að hugsa um okkar hagsmuni, það sé okkar skylda. Við verðum að máta þessar breytingar við þann veruleika sem við erum í og grundvallarhagsmuni okkar. Það sem ég geld varhug við er þegar ég heyri raddir sem segja: Við eigum þá bara að hugsa um okkur sjálf. Ég get þá bara snúið því við og sagt: Ef þú ert raunverulega bara fyrst og fremst að hugsa um þig – okkur sjálf – þá gerirðu það best með því að vera verðugur bandamaður. Þú gerir það best með því að vera sannur vinur, verðugur bandamaður með eitthvert framlag vegna þess að við getum ekki staðið alein. Þó að við séum eyja þá erum við ekki eyland. Hvort sem fólki líkar vel eða illa þá er það bara staðan.“

Þórdís Kolbrún bendir á að í mannkynssögunni séu 80 ár afskaplega skammur tími. „Þessi heilt yfir friðartímar, í samanburði við önnur tímabil, þetta er ekki nema ein mannsævi. Þetta er ofboðslega skammur tími, friðartímar, uppbygging, sókn lífskjara, frelsis, mannréttinda og svona allt sem skiptir manneskjuna mestu máli. Í öllum samanburði er þetta besta tímabil sem við höfum séð. Margir halda að það þýði að það verði þá bara alltaf þannig og þegar maður minnir sig á hvað þetta er skammur tími og að þetta sé undantekning í mannkynssögunni þá ætti það að duga til að geta gert sér í hugarlund að það geti bara einfaldlega brotnað.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður SÍA: Íslenskt markaðsefni er á heimsmælikvarða – gerum hlutina ódýrt og vel

Formaður SÍA: Íslenskt markaðsefni er á heimsmælikvarða – gerum hlutina ódýrt og vel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Facebook færsla Jóns Gunnarssonar tryggði Guðrúnu sigur – vopnin snerust í höndum hans

Orðið á götunni: Facebook færsla Jóns Gunnarssonar tryggði Guðrúnu sigur – vopnin snerust í höndum hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
Hide picture