fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Eyjan
Föstudaginn 28. febrúar 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hefur verið töluverð umræða í samfélaginu um síkadelísk efni og áhrif þeirra á vitund okkar. Miklar vonir eru bundnar við að slík efni geti jafnvel komið inn sem bjargvættur fyrir fólk sem ekki fær viðunandi bata við andlegum kvillum með hefðbundnum aðferðum og lyfjagjöf. Í mörgum tilfellum er það auðvitað bara forvitni sem rekur fólk til þess að prófa síkadelísk efni og breytt ástand.

Manneskjan er í eðli sínu forvitin og leikur sér að því að breyta líðan sinni með ýmsum leiðum. Börn snúa sér í hringi þar til þau svimar. Meira að segja fuglar ásælast gerjuð ber þar til þeir hrynja niður úr trjánum. Ótvíræður árangur Íslendinga í áfengisneyslu er glöggur vottur um löngun okkar í breytta líðan. Við vílum ekki fyrir okkur að nota áfengi í því magni að það skerði verulega getu okkar til að taka ákvarðanir og stýra eigin hreyfingum, hvað þá annað. Það hræðumst við ekki, sem er alveg umhugsunarefni

Ekki er ólíklegt að neysla hvers kyns hugbreytandi efna sé í raun sjálfslækningar að einhverju leyti.

Við búum í egódrifnum heimi þar sem lítið pláss er fyrir samkennd. „Hugsaðu um þig og þína“ og ef það kemur þér ekki til góða, af hverju ættirðu yfirleitt að pæla í því? Áfengið rennur ljúft í slíkum heimi, margir fá aukið sjálfstraust við áfengisneyslu og uppgötva að óframfærni og feimni minnkar og þar af leiðir að áfengi er góður félagi oft um langa hríð. Áfengi verður þegar á þarf að halda, egóbústerinn sem upp á vantaði.

En heiminn skortir ekki egóista. Okkur skortir samkennd og þar koma síkadelísk efni kannski sterk inn, mannkyninu til bjargar. Það skyldi þó aldrei vera?

Sameiginleg reynsla margra af síkadelískum efnum er nefnilega sú að átta sig á því að þú ert ekki einn í fjandsamlegum heimi, með öðrum sem eru einir, heldur að upplifa að vera öllu samofin á einhvern mjög djúpstæðan hátt og að finna til samkenndar með öllu sem er á alveg nýjan hátt.

Ég hef í tvígang upplifað að renna saman við alheiminn á þann hátt að mér fannst ég vera hluti af heild og þessi persóna, Steinunn Ólína, sem ég var búin að vera búa til og leika allt lífið var bara lítil hlið af tilvist minni.

Í fyrsta skiptið var það þegar það rann upp fyrir mér að Stefán Karl væri dauðvona. Það sagði það enginn berum orðum en ég fann það í öllum frumum líkamans að þetta var, game over.

Mín innri viska, vitund, hvað sem við viljum kalla það vissi betur og ég fann að þetta var sannleikurinn hvað sem aðrir velviljaðir tautuðu og rauluðu.

Þetta var líkast til það sem kallast andleg reynsla og það skal tekið fram að ég var allsgáð.

Ég sat í Lazy Boy á Landspítalanum um nótt, buguð af sorg og allt í einu rann ég bara saman við alheiminn. Tilfinningin var ólýsanleg, því ég fann ekki fyrir skrokknum á mér, engar hugsanir bærðust, ég var bara örmjór þráður í lífsorkunni sjálfri. Tilfinningin var ólýsanlega dásamleg í miðjum hryllingnum því að ég skildi og varð þess fullviss hið innra að mín þjáning var bara hluti af alheimsþjáningunni sem er alltaf til staðar því án þjáningar myndum við ekkert vita hvað sæla er.

Ég fann glöggt þarna í uppleysuástandinu að mín þjáning, mín saga var ekkert einsdæmi, heldur hafði mér verið falið það verkefni að halda á þjáningunni um stund. Þjáningarbræður mínir og systur stóðu þétt við mína hlið og styrk þeirra fann ég þótt ég vissi vart af sjálfri mér. Oneness-ið svokallaða eða samvitundin hefur nefnilega allt á vogarskálum sínum, allt það hræðilega og allt það undursamlegasta.

Í annað sinn fékk ég að lifa slíka reynslu og það var þegar mér var borðið að drekka Ayahuasca. Áhrif Ayahuasca eru allsendis ólík áhrifum áfengis og ég gat því undir áhrifum hennar bæði hugsað skýrt og hreyft mig eins og ég væri allsgáð og daginn eftir mundi ég líka allt sem hafði gerst.

Áhrifin voru mjög af þeim toga sem ég er búin að lýsa með viðbótum sem ég mun reyna að skýra betur.

Að skilja heilann frá hjartanu var stærsta gjöfin sem Ayahuasca gaf mér. Að sýna mér í myndum (sýnum) og með innra samtali (ég við mína bestu vitund ómengaða af skilyrðingum lífsins) hvar meinvillur heilans höfðu búið um sig, sem sannleikur í mér. Hvað sú saga sem ég hafði skrifað um sjálfa mig var í raun uppfull af staðreyndavillum og hreinni sjálfsblekkingu. Hvað ég hafði fjarlægst mitt innsæi og innri visku, nokkuð sem ég trúi að við fæðumst öll með.

Ayahuasca staðfesti þá gömlu trú, að hver er sinnar gæfu smiður og að heilinn er skrapatól sem má nýta í marga praktíska hluti en alls ekki til að byggja lífsmynd sína eða afstöðu á.

Hjartað okkar sem skynjar, finnur og veit verður að vera forstjórinn í lífi okkar. Það er kominn tími á að heilinn með sinn fjölda mistækra skálda og iðnaðarmanna verði settur við lægri skör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
28.01.2025

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði