fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Eyjan
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun en kosið verður á sunnudag um embætti formanns. Þrjú hafa lýst yfir framboði. Þingmennirnir og fyrrum ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir auk listamannsins Snorra Ásmundssonar en sá síðastnefndi er almennt ekki talinn eiga mikla möguleika á sigri og baráttan um formannsembættið því talin standa á milli þingmannanna. Stuðningsmenn Áslaugar Örnu og Guðrúnar hafa beitt sér af krafti í baráttunni og reyna að sannfæra landsfundarfulltrúa um að þeirra frambjóðandi sé besti kosturinn. Skoðanakannanir gefa misjafnar vísbendingar. Samkvæmt einni könnun er Áslaug Arna neð naumt forskot meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en samkvæmt annarri könnun er Guðrún sögð líklegri til að auka fylgi flokksins.

Gallup gerði könnun meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir Viðskiptablaðið. Niðurstöðurnar voru þær að 50 prósent svarenda sögðust styðja Áslaugu Örnu en 48 prósent Guðrúnu en 2 prósent vildu einhvern annan. Það kemur ekki fram í frétt Viðskiptablaðsins hvort að úrtak hafi verið tekið meðal skráðra meðlima í flokknum og ekkert er minnst á hvort og þá hversu margir landsfundarfulltrúar eru í úrtakinu og því er ekki fyllilega ljóst hversu sterk vísbending um fylgi formannsframbjóðendanna meðal landsfundarfulltrúa, sem eru þeir sem kjósa formann, þessi könnun er.

Gallup gerði aðra könnun fyrir fréttastofu RÚV.  Sú könnun virðist þó ekki hafa verið einskorðuð sérstaklega við yfirlýsta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins en samkvæmt þessari könnun vildu 48 prósent fá Guðrúnu sem formann og 42 prósent Áslaugu Örnu.

Líklegri

Þriðju könnunina gerði síðan Gallup fyrir Sjálfstæðismenn í Hrunamannahreppi sem hafa lýst yfir stuðningi við Guðrúnu. Í þeirri könnun var hins vegar spurt hvort að viðkomandi myndi frekar kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún væri formaður eða Áslaug Arna. Samkvæmt frétt RÚV sögðu 52,5 prósent að Guðrún væri líklegri til að auka fylgið en 43,4 prósent nefndu Áslaugu Örnu. Í sömu könnun var fólk spurt um afstöðu til stjórnmálaflokka og þegar aðeins er horft til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins jafnast leikurinn en 51 prósent þeirra segjast styðja Guðrúnu en 49 prósent Áslaugu en eins og með könnunina fyrir Viðskiptablaðið þá er ekki vitað hvort einhverjir landsfundarfulltrúar eru í þessum hópi.

Yfirlýstir stuðningsmenn Guðrúnar, í flokknum, gera mikið úr þessari þriðju könnun. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segir í pistli á vef sínum að þetta sé ein af ástæðunum fyrir stuðningi hans við Guðrúnu. Elliði leggur mikla áherslu á að eftir því sem fleiri kynnist Guðrúnu snúist fleiri til fylgis við hana. Þótt Áslaug njóti meiri stuðnings meðal ungs fólks þá er töluverður munur á þeim stuðningi samkvæmt könnun Gallup fyrir RÚV og könnun fyrirtækisins fyrir Sjálfstæðismenn í Hrunamannahreppi. Í fyrrnefndu könnunni lýstu 67 prósent svarenda á aldrinum 18-29 ára yfir stuðningi við Áslaugu Örnu en í þeirri síðarnefndu er þessi tala 57 prósent. Elliði segir þetta skýra vísbendingu um að fylgi Guðrúnar sé að aukast meðal ungs fólks. Sams konar áherslur má sjá í Facebook-færslu Ásmundar Friðrikssonar, fyrrum þingmanns flokksins í Suðurkjördæmi, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar.

Aldursskipting en þó ekki algild

Allar þær kannanir sem hér hafa verið nefndar eiga það sameiginlegt að gefa til kynna að Áslaug Arna hafi meiri stuðning meðal ungs fólks og kvenna en að eldra fólk og karlar styðji fremur Guðrúnu.

Það er þó ekkert algilt í þessum efnum en meðal stuðningsmanna Guðrúnar eru ungir Sjálfstæðismenn, t.d. Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem tók til máls á fundi þar sem Guðrún lýsti yfir formannsframboði sínu.

Á móti kemur að Áslaug Arna á sér yfirlýsta stuðningsmenn í hópi eldri Sjálfstæðismanna en meðal þeirra er Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra og forseti Alþingis. Í grein í Morgunblaðinu í dag leggur Sólveig mikla áherslu að kannanir gefi til kynna meiri stuðning Áslaugar Örnu meðal ungs fólks en Sólveig skrifar meðal annars:

„Áslaug Arna ólst upp á tímum internetsins.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?