fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Eyjan

„Ég elska svona hræsni“

Eyjan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, virðist skemmta sér konunglega við að horfa á umræðurnar á Alþingi í dag. Sérstaklega finnst honum gaman að fylgjast með fyrrum stjórnarliðum sem nú sitja í stjórnarandstöðu. Þessir aðilar hafi varla stigið upp í ræðustól á síðasta kjörtímabili ótilneyddir, þó þeim væri borgað fyrir það. Nú sitja þeir í andstöðu og gera það sem þeir gagnrýndu áður sjálfir.

Björn skrifar á Facebook:

„Enn og aftur eru umræðurnar merkilegar á Alþingi. Stjórnarliði sakar stjórnarandstöðuna um málþóf – stjórnarandstaðan ásakar stjórnina um að hefta tjáningarfrelsi – (fyrrum) stjórnarliði sakar stjórnarandstöðuna um að þvælast fyrir dagskránni og mikilvægu málunum.

Það er svo gaman að sjá fólk skipta um hlutverk og gera það sem það gagnrýndi sjálft áður. Núna mæta þingmenn fyrri ríkisstjórnar í ræðustól í hrönnum en það var ekki hægt að draga þá upp í ræðustól allt síðasta kjörtímabil þó þeim væri borgað fyrir það (laun).

Ég elska svona hræsni.“

Plasttappamálþóf

Umræðan sem Björn vísar til átti sér stað undir dagskrárlið um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar voru til umræðu EES-reglur um einnota plastvörur. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn í umræðunni og talaði gegn áföstum plasttöppum. Það væri fáránlegt að skylda fólk til þess að nota slíka tappa og berjast við að finna út hvernig það eigi að drekka úr flöskum. Guðmundur Ari Sigurjónsson furðaði sig á gagnrýninni og benti á að þessir tappar hafa nú verið veruleiki hér í nokkurn tíma og komu þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. Guðmundur sakaði Jens um málþóf og velti fyrir sér hvað væri á dagskrá þingsins í dag sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi tefja. Á dagskránni í dag eru til dæmis þingsályktunartillaga umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða sem og lagafrumvarp um að fella á brott umdeildar breytingar á búvörulögum.

Miðflokkurinn lét sig ekki vanta í umræðuna en Bergþór Ólason tók þó fram að Miðflokkurinn hafi ekkert á móti áföstum töppum, en það þurfi að vera frjálst val hvort slíkir séu notaðir eða ekki. Annað sé forræðishyggja. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, sagðist hafa miklu meiri áhyggjur af plastinu sem festir merkimiða við fatnað. Hann hafi stundum eyðilagt sokkapör út af þeim.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, furðaði sig líka á umræðunni og benti á að það væri hálfgalið að ætla að tala á móti áföstum plasttöppum núna þegar íslensk fyrirtæki hafa þegar aðlagað sig að. Þetta var samþykkt á vakt Sjálfstæðisflokksins án nokkurra fyrirvara og frekar ódýrt að fara nú að tala um að það sá fullveldismál að fá undanþágu til að hafa lausa plasttappa aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu