fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Eyjan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, telur sig vera réttu manneskjuna til að reisa flokkinn við í þeirri krísu sem hann nú gengur í gegnum. Hún segir sjálfstæðisstefnuna langbestu stefnuna og sjálfstæðisfólk langflottasta fólkið, flokkurinn sé hins vegar gamaldags og þungur, dálítið eins og stýrikerfið í flokknum sé enn þá Windows 95.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Aslaug Arna - 5
play-sharp-fill

Eyjan - Aslaug Arna - 5

Þegar þú horfir yfir þetta; Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera samfellt í ríkisstjórn frá 2013, þessi kosningaósigur núna, var ekki nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara út úr ríkisstjórn, fara í stjórnarandstöðu, til þess einmitt að geta endurmetið stöðuna?

„Ég held að það gefi okkur ákveðið rými og tækifæri. Ég hreifst með Sjálfstæðisflokknum fyrst þegar hann var í stjórnarandstöðu eftir hrun og hér var vinstristjórn. Þá sá ég svona þennan tæra Sjálfstæðisflokk, má segja, sem var að mótmæla skattastefnu Steingríms J. og var að tala gegn þeirri leið sem vinstristjórnin var á með inngöngu í Evrópusambandið og fleira. Ég var sammála Sjálfstæðisflokknum þar á máli og hreifst með honum og byrjaði að taka þátt í stjórnmálum þá,“ segir Áslaug Arna.

Í ljósi þessa finnst henni það ákveðið tækifæri fyrir flokkinn að standa utan ríkisstjórnar nú, tækifæri til að fá fleira fólk til fylgis við Sjálfstæðisstefnuna og nýta tímann vel. „Það er bara eitt og hálft ár í sveitarstjórnarkosningar og ekki vitum við hvað við fáum langan tíma í stjórnarandstöðu þannig að það er eins gott að halda vel á spilunum og bretta upp ermar af því að verkefnið er stórt ef við ætlum að ná vopnum okkar, ef við ætlum að ná meiri árangri og endurnýja þetta samband höfum misst við fólk. En ég er ótrúlega spennt fyrir því eins og þú vonandi heyrir.“

Af hverju eiga landsfundarfulltrúar að kjósa þig en ekki Guðrúnu Hafsteinsdóttur?

„Það er ekki mitt að gera sérstakan greinarmun á okkur frambjóðendum, að mínu mati. Guðrún Hafsteinsdóttir er framúrskarandi stjórnmálamaður sem frábært hefur verið að vinna með og ég hlakka til að starfa með eftir landsfund, sama hvernig því samstarfi verður háttað. Ég tel mig samt hafa þá eiginleika sem flokkurinn þarf á þessum tímapunkti. Ég held að ég hafi bæði kraftinn og áræðnina, en ekki síst ástríðuna fyrir sjálfstæðisstefnunni, og trúi því að ég sé að einhverju leyti kannski betri í að taka flokkinn upp á svona tímapunkti heldur en að stýra honum þegar allt leikur í lyndi. Ég er verkmikil og óhrædd við breytingar …“

Ert þú rétta manneskjan í krísuna?

„Ég held að ég sé einmitt rétta manneskjan í krísuna af því að ég víla ekki fyrir mér að uppfæra hana. Ég hef stundum líkt því við fyrir ungt fólk, þegar ég er að lýsa ástandinu og þegar það upplifir svona hluti í flokknum, innan flokks, sem eru svolítið gamaldags og þungir, ég segi: Já, við erum með langbestu stefnuna og langflottasta fólkið um allt land en við erum smá að vinna enn þá eftir Windows 95.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
Hide picture