Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar fundaði í morgun en viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir úr Viðreisn, Stefán Pálsson frá Vinstri grænum, Magnea Gná Jóhannsdóttir frá Framsókn, Marta Guðjónsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum og Sabine Leskopf úr Samfylkingu. Áheyrnarfulltrúar voru Alexandra Briem úr Pírötum, Andrea Helgadóttir úr Sósíalistaflokki Íslands og Einar S. Guðmundsson úr Flokki fólksins.
Þar var lögð fram dagskrá fyrir fund borgarstjórnar sem haldinn verður þann 18. febrúar. Athygli vekur að forsætisnefnd óskar eftir að fjöldi tillagna frá Sjálfstæðisflokki verði teknar fyrir sem sérstakir dagskrárliðir. Hér er um mörg umdeild mál að ræða, en meirihluti hefur ekki verið myndaður í borginni eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata fyrir viku.
Tillögurnar frá Sjálfstæðisflokknum eru eftirfarandi:
Ein tillaga kom frá Framsókn sem varðaði heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi.
Eins var tekin fyrir beiðni Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur um lausn frá störfum til loka kjörtímabils, en Kolbrún hefur tekið sæti á Alþingi.