fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Eyjan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar fundaði í morgun en viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir úr Viðreisn, Stefán Pálsson frá Vinstri grænum, Magnea Gná Jóhannsdóttir frá Framsókn, Marta Guðjónsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum og Sabine Leskopf úr Samfylkingu. Áheyrnarfulltrúar voru Alexandra Briem úr Pírötum, Andrea Helgadóttir úr Sósíalistaflokki Íslands og Einar S. Guðmundsson úr Flokki fólksins.

Þar var lögð fram dagskrá fyrir fund borgarstjórnar sem haldinn verður þann 18. febrúar. Athygli vekur að forsætisnefnd óskar eftir að fjöldi tillagna frá Sjálfstæðisflokki verði teknar fyrir sem sérstakir dagskrárliðir. Hér er um mörg umdeild mál að ræða, en meirihluti hefur ekki verið myndaður í borginni eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata fyrir viku.

Tillögurnar frá Sjálfstæðisflokknum eru eftirfarandi:

  • Tillaga um heimgreiðslur
  • Tillaga um endurskoðun vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins
  • Tillaga um húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal
  • Tillaga um að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi út skipulagstímabil Aðalskipulags Reykjavíkur 2040
  • Tillaga um stjórnkerfisúttekt
  • Tillaga um hagræðingu í stafrænni umbreytingu
  • Tillaga um ráðningarbann
  • Tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði
  • Tillaga um fækkun upplýsingafulltrúa á vegum borgarinnar
  • Tillaga um endurskipulagningu á rekstri Félagsbústaða
  • Tillaga um sölu Ljósleiðarans ehf.
  • Tillaga um undirbúning á sölu Höfða
  • Tillaga um sölu bílastæðahúsa
  • Tillaga um rekstrarútboð sorphirðu
  • Tillaga um hraða snjallvæðingu umferðarljósa
  • Tillaga um leikskóla- og daggæsluúrræði í samvinnu við atvinnulíf
  • Tillaga um skipulag byggðar í Geldinganesi.
  • Tillaga um kostnaðarmat sviðsmynda vegna stálgrindarhúss við Álfabakka

Ein tillaga kom frá Framsókn sem varðaði heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi.

Eins var tekin fyrir beiðni Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur um lausn frá störfum til loka kjörtímabils, en Kolbrún hefur tekið sæti á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða for­sætis­ráðherra

Stefnuræða for­sætis­ráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor