fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Eyjan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli víkja úr þingflokksherbergi sínu á jarðhæð Alþingishússins. Nýtt þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna verður ekki í Alþingishúsinu sjálfu heldur í Smiðju, nýrri byggingu Alþings við Vonarstræti.

Þingflokkur Samfylkingarinnar, sem er fjölmennasti þingflokkurinn eftir kosningarnar 30. nóvember sl., fer í hið svonefnda bláa herbergi, stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft til umráða í 84 ár, frá 1941, þremur árum áður en lýðveldið var stofnað.

Í græna herberginu, sem Framsókn hefur löngum haft, verður Viðreisn og Flokkur fólksins verður í gula herberginu, sem á árum áður var þingflokksherbergi Alþýðuflokksins.

Með þessari breytingu eru allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir með þingflokksherbergi sín á jarðhæð Alþingishússins en stjórnarandstaðan í viðbyggingum. Hagræði þykir af því að ríkisstjórnarflokkar hafi fundaraðstöðu í sama húsi, og þá helst í Alþingishúsinu sjálfu.

Sjálfstæðismenn hafa ólmir viljað halda í stærsta þingflokksherbergið og borið því við að þeir eigi eins konar hefðarrétt og miklar tilfinningar og saga tengist herberginu. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, hefur hótað því að þingmenn flokksins fari í setuverkfall í bláa herberginu verði flokknum gert að rýma það. Ekki er vitað á þessari stundu hvort Sjálfstæðismenn láta verða af þeirri hótun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout setur sinna.is í loftið

Dineout setur sinna.is í loftið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands