Fyrr í dag var tilkynnt um að formlegar viðræður fimm stjórnmálaflokka um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur væru hafnar. Fimm konur leiða viðræðurnar en það eru þær Heiða Björg Hilmisdóttir (Samfylking), Dóra Björt Guðjónsdóttir (Píratar), Líf Magneudóttir (VG), Sanna Magdalena Mörtudóttir (Sósíalistar) og Helga Þórðardóttir (Flokkur fólksins).
Talsvert hefur verið skrafað um hver sé líkleg til að taka við sem næsti borgarstjóri. Líklegt verður að telja að ein af þessum fimm taki að sér embættið en þá er ekki ólíklegt að einhver utan borgarstjórnar verði fenginn til verksins.
Oddvitarnir fimm voru spurðar um viðræðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en gáfu lítið uppi um hver fengi stólinn en þó kom fram að vonir stæðu til að kona myndi taka við lyklunum að borginni.
DV tók saman lista yfir nokkra kandídata, sumar hverjar reyndar stjórnmálakonur, sem gætu komið til greina og spurningin er einföld: „Hverja geta lesendur séð fyrir sér sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?“