Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum félagslegum grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. „Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningunni.
Fimm konur eru í forsvari fyrir flokkana fimm. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands, Líf Magneudóttir, Vinstri græn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingin og Helga Þórðardóttir, Flokkur fólksins.