fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Eyjan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi var sett í vikunni á hefðbundinn hátt. Þingmenn hlýddu messu í Dómkirkjunni og gengu fylktu liði undir regnhlífum til Alþingishúss. Þessi siður hefur viðgengist um árabil enda engin vanþörf á guðlegri forsjá yfir þinginu. Næstu daga áttu þingmenn að hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra en öllu var skyndilega aflýst vegna veðurs. Lægðir gengu yfir landið með roki og rigningu og veðurviðvaranir í öllum regnbogans litum birtust á tölvuskjám landsmanna. Alþingi tók þessum veðurfréttum fagnandi og öllum þingstörfum var aflýst vegna votviðris.

Ég hitti Hallgrím Pétursson sálmaskáld á Austurvelli í gær. „Svona minnir Drottinn allsherjar hina vantrúuðu á tilvist sína,“ sagði hann ákveðið. „Hvað áttu við?“ sagði ég. „Nokkrir þingmenn sem þola ekki að heyra Guðs orð komu saman í Tjarnarbíói meðan Alþingismessan stóð yfir. Þar sátu þeir eins og sakbitnir skólakrakkar með þrjóskusvip til að leggja áherslu á guðleysi sitt og pólitíska rétthugsun. Hljómsveit lék einhver létt lög en þingmenn voru eins og venjulega í símanum sínum. Samkvæmt þjóðtrúnni breytast syndugir menn og hálftröll í grjót þegar þeir heyra hljóm kirkjuklukkna. Þetta fólk var greinilega hrætt við þau örlög og faldi sig í Tjarnarbíói meðan guðsorð hljómaði í Dómkirkjunni. Almættinu misbauð svo mjög þetta virðingarleysi við gamlar trúarhefðir að ofsaveður skall á sem tafði þingstörfin. Mér þótti verst að þetta lið skyldi ekki vera veðurteppt í bíóinu og þyrfti að lifa á kóki og Apollólakkrís í nokkra daga.“ Skáldið stundi þungan og gekk í áttina að gamla Reykjavíkurapóteki. Hann sagðist ætla að standa þar og selja vegfarendum Passíusálmana. „Sennilega verður salan treg í þessu trúarlega árferði,“ sagði hann dapurlega og fór með þetta erindi eftir sjálfan sig:

Hvað gjöra þeir sem hér á jörð
hafa að spotti drottins orð,
lifa í glæpum ljóst til sanns,
lasta og forsmá þjóna hans?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
EyjanFastir pennar
05.01.2025

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
04.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
28.12.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
23.12.2024

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!