Þetta er mat Anthony Scaramucci, sem var í teymi Trump á fyrra kjörtímabili hans, um stöðu Elon Musk, sem er ríkasti maður heims, í teymi Trump. Scaramucci sagði þetta nýlega í hlaðvarpinu Power Play að sögn Newsweek.
„Elon Musk endist í eitt ár, þá verður honum kastað út. Hann á 400 milljarða dollara og Trump er svolítið hræddur við hann, svo hann mun endast lengur en aðrir,“ sagði Scaramucci sem ætti að vita hvað hann er að tala um.
Hann endist í 11 daga sem talsmaður Trump en þá var honum sparkað.
Hann sagði Musk sé nú þegar „orðinn utanveltu“ í starfsliði Trump þar sem hann á að stýra Dodge-deildinni sem á að sjá um hagræðingar í ríkisrekstri.
Vivek Ramaswamy, sem átti að vera í fararbroddi fyrir Dodge-deildina ásamt Musk, hefur dregið sig í hlé, að sögn vegna samstarfsörðugleika við Musk.
Scaramucci benti einnig á hagsmunaárekstra Musk vegna stöðu hans í innsta hring Trump:
„Hann á þrjú fyrirtæki, X, Tesla og SpaceX, hvað þýðir það? Á forstjórinn að hafa áhrif á pólitíska stefnu Hvíta hússins svo hún gagnist fyrirtækjunum hans? Er það, það sem er í gangi?“.
Scaramucci sér heldur ekki fyrir sér að Marco Rubio, utanríkisráðherra í stjórn Trump, endist lengur í stjórn Trump og spáir því að hann nái að hámarki einu ári. Ástæðan er að hans sögn að hugmyndafræði Rubio sé algjörlega gagnstæð hugmyndafræði Trump og að hann muni ekki geta tekið hugmyndir Trump og sæst við þær.