fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Eyjan

Einræðisherrann hefur tekið sér stöðu í Hvíta húsinu

Eyjan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 04:39

Trump er fluttur í Hvíta húsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kosningabaráttunni grínaðist Donald Trump með að hann myndi strax á fyrsta degi sínum í Hvíta húsinu hegða sér eins og einræðisherra. Nú er rúm vika liðin síðan hann tók við forsetaembættinu og ekki er annað að sjá en að hann ætli sér að sýna að hann sé sá sem öllu ræður.

Hver annar en Trump myndi um hádegisbil sverja þess eið að virða bandarísk lög og nokkrum klukkustundum síðar, náða mörg hundruð manns sem brutu lögin og hlutu dóm fyrir valdaránstilraun?

Hver annar myndi í besta Pútín-stíl hóta því að stækka landið sitt með því að taka land frá öðrum, annað hvort með því að beita efnahagsþvingunum eða með hervaldi?

Þetta er meðal þess sem er velt upp í umfjöllun Jótlandspóstsins um Trump og er bent á að í kosningabaráttunni hafi flestir hrist höfuðið þegar Trump skýrði frá öllu því sem hann ætlaði að gera á fyrsta degi sínum í Hvíta húsinu. Þetta var bara Trump og hans venjulegi gorgeir. Það vissu allir.

En brosin er nú frosin á þeim sem hafa gagnrýnt Trump. Hann sýndi það strax á fyrsta degi í Hvíta húsinu að hann hefur tögl og haldir í bandarískum stjórnmálum og það virðist sem engar takmarkanir séu á hvað hann getur gert.

Trump virðist sjálfsöruggari en nokkru sinni áður og hann gerir mikið úr því að sýna heiminum að nú geri hann það sem honum sýnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður