fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Eyjan
Mánudaginn 27. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð fjaðrafok varð eftir að þingmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson birti grein á Eyjunni um fyrirhugað sjókvíareldi í Seyðisfirði.

Fjaðrafokið

Sigmundur segði Íslendingum ekki lagið að læra af reynslunni heldur herðast frekar af mistökum sínum. Gott dæmi um þetta sé fyrirhugað sjókvíaeldi Kölduvíkur í Seyðisfirði, þrátt fyrir andstöðu íbúa. Sigmundur varaði til dæmis við erfðablöndun, mengun og samgönguógn. Hann tók jafnframt fram að svo virðist sem Kaldavík hafi fengið að stjórna ferðinni í þessu máli sem hafi yfir sér spillingarblæ.

Sigurgeir Bárðarson, lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sakaði Sigmund um rangfærslur og misskilning í svargrein. Þar sagði lögmaðurinn Sigmund bjóða upp á óskiljanlegan graut, þvætting sem væri þingmanninum til lítils sóma.

„Þeir sem kosnir eru til starfa á Alþingi ættu þó að kynna sér málin betur áður en tekin er afgerandi afstaða gegn uppbyggingu sem mun skapa atvinnu og ný tækifæri á Seyðisfirði. Og hafa hugfast að gera greinarmun á skynjun og staðreyndum.“

Svarðgrein lögmannsins leiddi svo til þess að Magnúsi Guðmundssyni, félagsmanni í VÁ-félagi í vernd fjarðar, blöskraði og svaraði lögmanninum fullum hálsi. Magnús bað lögmanninn um að kynna sér málin betur áður en hann sakar aðra um rangfærslur.

„Þetta heitir að hjóla í þingmanninn og vera sjálfur með allt niður um sig. Grein lögmannsins er full af staðreyndavillum. “

Magnús bendir á að það sé spilling að reyna að nota „falskar forsendur til að koma sér og sínum hagsmunum fyrir í Seyðisfirði.“

Fyrirtækjunum sparaðir 85 milljarðar með óskiljanlegri frestun

Nú hefur Elvar Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar, tekið undir með Magnúsi og segir merkilegt hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir sjókvíareldi sérstaklega í máli þar sem „verið er að svívirða íbúalýðræði.“

Elvar segir að SFS reyni að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldavík sé staðráðin í að fá leyfi fyrir sjókvíaeldi alveg sama hvað íbúar Seyðisfjarðar hafa um málið að segja.

Elvar skrifar í aðsendri grein hjá Vísi að það sé magnað að sjá SFS keppast við að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Elvar segir að Magnús hafi svarað ágætlega fyrir málið en þó megi benda á nokkur atriði til viðbótar.

„Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt… ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“

Óvirðing að gera lítið úr áhættunni

Elvar segir að það sé óvirðing hjá lögmanni SFS að gera lítið úr áhættunni á erfðablöndun. Sé horft til Noregs þá eru í dag um 70% laxastofna þar erfðablandaðir. Endurheimtir á laxi á síðasta ári voru svo lélegar að loka þurfti 33 af þekktustu ám Noregs. Villti laxinn í Noregi er kominn á válista og það sé sjókvíaeldi og loftlagsbreytingum að kenna. Hér á landi hafi mælst 11 prósent erfðablöndun í Hrútafjarðará.

„Það er mjög alvarlegt mál, þar sem þetta átti aldrei að geta gerst.“

Lögmaður SFS minnist í engu á að um sé að ræða sýni frá 2021 en síðan þá hafi sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Enginn viti hversu mikil erfðablöndun hefur hlotist.

SFS geri eins lítið úr notkun lúsaeiturs. Árið 2017 sögðu sérfræðingar Matvælastofnunar að lús yrði ekki vandamál í íslensku sjókvíaeldi út af því hversu sjórinn hér er kaldur. Annað kom svo á daginn. Nú er búið að eitra fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Ekkert bendi til þess að raunin verði önnur á Austfjörðum.

Ekki skrítið að talað sé um meinta spillingu

SFS furði sig svo á því að talað sé um meinta spillingu í þessum málum. Elvar bendir á eftirfarandi:

„Það má hver sem er mynda sér síðan skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu?“

Elvar segir SFS afvegaleiða umræðuna. Það sé ljóst að Kaldavík ætli sér að fá leyfi, sama hvað heimamenn hafi um málið að segja. Þetta þurfi að stöðva og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för.

Kaldavík stefnir á að ala lax í sjókvíum í þremur víkum í Seyðisfirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“