fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Eyjan
Mánudaginn 20. janúar 2025 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sent Donald Trump heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni vegna innsetningar hans í embætti forseta Bandaríkjanna.

Trump var kjörinn forseti í annað sinn í kosningum þann 5. nóvember 2024 og fer embættistakan fram í dag, mánudaginn 20. janúar.

Í bréfinu fagnar Halla forseti farsælu stjórnmálasambandi ríkjanna um áratuga skeið og áréttar að sem stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu deili Ísland og Bandaríkin bæði sameiginlegum gildum og hagsmunum.

Sjá einnig: Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

„Við Íslendingar metum mikils vináttu okkar við Bandaríkjamenn og sívaxandi gagnkvæm tengsl, meðal annars á sviði viðskipta, menntunar, menningar og ferðaþjónustu,“ segir í bréfinu.

Forseti vekur máls á því að Ísland njóti þeirrar gæfu að teljast friðsælasta land heims og vilji beita sínum áhrifum til góðra verka.

Sjá einnig: Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Þá minnist forseti leiðtogafundarins í Höfða þegar Ísland varð vettvangur sögulegra viðræðna milli Ronalds Reagans og Mikaíls Gorbatsjovs í tilraun þeirra til að binda enda á kalda stríðið.

Enn sé ákall eftir friði í heiminum og nú sem fyrr þurfi til þess alþjóðlega skuldbindingu. Sjálf sé hún ævinlega reiðubúin að styðja við einlæga viðleitni til að stuðla að friði og réttlæti.

Að lokum segist forseti hlakka til áframhaldandi farsæls samstarfs milli þjóðanna og óskar Donald Trump velfarnaðar í embætti sem forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“